Una – útgáfuhús gefur út ljóðakver Natöshu S., Máltöku á stríðstímum, sem skáldið hlaut verðlaun fyrir á dögunum – Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Er það hennar fyrsta ljóðabók, ort á íslensku en hún hefur dvalið hér um árabil og sinnt ritstörfum. Er viðurkenningin sannarlega verðskulduð. Ljóðin vinnur rússneska skáldkonan fyrir íslenska lesendur og tekur sér um leið sæti á skáldabekk ljóðaþjóðarinnar. Mér varð hugsað til Nordahl Grieg sem dvaldi hér um tíð stríðsárin og fórst yfir Berlín í desember 1943. Hér orti hann Friheten og hér var hún gefin út fyrst. Enn loga stríðseldar í Evrópu. Fleiri erlend skáld koma í hugann sem hafa dvalið hér lengur og skemur, en engin dæmi þekki ég um skáld sem hefur brotist inn í málheim skáldskaparins á íslensku.
Máltöku er skipt í undirkafla: að tala, að skrifa, að hlusta, að skilja og er sá síðasti sex auðar síður. Öll ljóðin leiða að þeirri niðurstöðu …
Athugasemdir