Þegar Kristín Svava hvíslaði að mér: „Þetta var sko gólfið í líkhúsinu“ vissi ég að nú yrði sennilega besta útgáfupartí ársins.
Hún var að gefa út bókina Farsótt sem er um gamla húsið sem stendur á horni Þingholtsstrætis og Spítalastígs. Ég skildi fyrst ekki alveg hvernig þetta gæti orðið mjög spennó bók. Hélt að þetta yrði kannski eitthvað svona um byggingareglugerðir og hvernig drenið hefði verið tekið ærlega í gegn eitt sumarið.
En eins og Kristínar Svövu er von og vísa er þetta brjálæðislega skemmtileg bók. Hún fjallar um sögu hússins og margþætta starfsemi sem þar hefur farið fram – en í leiðinni um sögu Reykjavíkur og alls konar fólk sem þarna vann eða dvaldi. Kryddar með kynsjúkdómum, kúk og vafasamri meðferð á líkum og allt ríkulega myndskreytt sem betur fer.
Útgáfupartíið var haldið í þessu húsi. Það er mjög draugalegt og illa farið, fyrir utan er enn þá …
Athugasemdir