„Aldrei,“ segir Jóhannes Stefánsson spurður hvort hann hafi einhvern tímann fengið bakþanka eða séð eftir því að hafa gerst uppljóstrari og vitnað gegn fyrrum yfirmönnum sínum hjá Samherja og valdamiklum stjórnmála- og embættismönnum í Namibíu.
„Ég verð alltaf bara ánægðari og ánægðari með þá ákvörðun, ekki síst þegar þeir hafa sýnt sitt rétta andlit. Og sýnt að þeir eru akkúrat eins og ég sagði að þeir væru. Það er engin skynsemi eða rökrétt viðbrögð í neinu, bara stríð. Hvort sem það er gegn mér, blaðamönnum, rannsakendum eða bara þeim sem ekki spila með þeim. Það er bara stríð. Og jafnvel enn þá hafa þeir fullt af pólitíkusum og öðru fólki með sér í því.“
Það hefur mikið gengið á í lífi Jóhannesar Stefánssonar frá því leiðir skildu milli hans og Samherja fyrir sex árum síðan. Þrjú ár eru nú síðan hann steig fram og opinberaði söguna af því hvernig eitt …
Athugasemdir (3)