Stuttu eftir að Bjarni Benediktsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins í lok mars árið 2009 gekk Guðlaugur Þór Þórðarson í gegnum eitt af sínum erfiðari tímabilum sem þingmaður flokksins. Nýkjörinn formaður hafði þarna ekki þurft að takast á við mál sem tengdust efnahagshruninu hálfu ári áður.
En á meðan var Guðlaugur Þór í nauðvörn vegna styrkjamálsins svokallaða sem snerist um tugmilljóna fjárstyrki fyrirtækja til Sjálfstæðisflokksins og hann hafði haft milligöngu um.
Bjarni hafði hætt sem stjórnarformaður stærsta olíufélags landsins N1 og eins stærsta fjárfestingarfélags, BNT ehf, í kjölfar hrunsins þar sem honum fannst ekki við hæfi að koma að stjórn þeirra lengur þar sem bankakerfið var komið undir íslenska ríkið. „Ég neita því heldur ekki að mér finnst á vissan hátt óheppilegt að vera mjög virkur þátttakandi í viðskiptalífinu eftir að bankarnir komust í hendur ríkisins,“ sagði Bjarni þegar hann …
Athugasemdir (4)