Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Lifði af þrjú ár á götunni

Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.

Lifði af þrjú ár á götunni

Frelsið var það sem hún þráði en þegar hún kastaði ábyrgðinni frá sér varð hún fangi eigin huga. Hún finnur enn fyrir því þegar veturinn nálgast og það kólnar. Síðasta vetur átti hún til að sitja við stofugluggann og fylgjast með veðrinu. Ef það var hvasst eða vætusamt, kalt eða snjóþungt fann hún fyrir því. Í úrhellisrigningu kólnaði hún öll upp og skreið undir sæng án þess að ná úr sér ísköldum hrollinum. Minningarnar lifa enn, reynslan situr í taugakerfinu. 

Eftir að Alma Lind Smáradóttir deilir reynslu sinni með blaðamanni fer hún í göngu um götur borgarinnar. Hún ýtir barnavagninum á undan sér og ber ekki með sér hvaðan hún kemur. Barnið bræðir vegfarendur með brosinu og stutt er í hláturinn hjá þeim báðum, jafnvel þótt undirtónninn á þessari göngu sé sár. Söguslóðir eru gömlu heimkynni Ölmu, bílakjallararnir, gámarnir og höfnin þar sem hún hélt allt of lengi til, jafnvel barnshafandi.

Annar heimur birtist í borginni þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Fyrst enginn vill hafa þau í kringum sig læra þau að lifa af án þess að láta á sér bera. Erfitt er að ímynda sér að Alma Lind hafi verið í þessari stöðu. En það er ekki lengra en átján mánuðir síðan hún var enn á götunni. 

Í þrjú ár lifði hún á engu og án nokkurs, frjáls eins og fuglinn, í þeim skilningi að hún var laus undan skyldum og væntingum samfélagsins. En raunverulegu frelsi fylgir ábyrgð og án ábyrgðar er ekkert. Frelsið snerist upp í andhverfu sína og hún sat föst í sínum eigin fjötrum. Fjötrum áfengis- og vímuefnafíknar. „Mamma tók um daginn dæmisögu frá því að ég var lítil og dauðadrukkinn maður var að ráfa um göturnar. Guð, hvað er að manninum, spurði mamma. Systir mín svaraði því til að hann væri blindfullur. Mamma spurði þá hvað það væri að vera blindfullur og ég svaraði: Hann er blindur, veit ekki neitt, veit ekkert hvert hann á að stíga. Þessi sjúkdómur er þannig, þú ert blind og veist ekkert hvert þú átt að stíga. Stundum þarftu að fá aðstoð við að stíga niður fæti og læra að gatan er alltaf undir fótunum á þér.“ 

Sárast að upplifa skeytingarleysið

Lífið á götunni er grimmilegt og veturinn er kaldur. Til að halda á sér hita reikaði hún stefnulaust um götur borgarinnar á næturnar og hvíldist á daginn. „Á þessum tíma fór ég að upplifa tunglið og stjörnurnar rosalega sterkt. Þegar það var kalt úti þurfti ég að hreyfa mig mikið á kvöldin.Á þessum frostgöngum var ég stöðugt að hreyfa tær og fingur til að halda blóðflæðinu gangandi. Nokkrum sinnum lenti ég í því að frjósa á höndunum.“ 

Erfiðustu minningarnar varða kulda, hungur og afskiptaleysi. Hún rifjar upp aðstæður þar sem varað var við óveðri. Vegfarendur kölluðu til hennar að drífa sig í skjól því það væri að skella á með brjáluðu veðri. Hún sagði þeim sannleikann, að hún væri á götunni og ætti hvergi inni. Æ, svaraði fólkið, gangi þér vel, áður en það gekk inn í stórt einbýlishús í götunni og skellti hurðinni á eftir sér. Síðar þennan sama dag fauk hún á tré og meiddist. „Það er eiginlega það sem situr mest í mér, skeytingarleysi samfélagsins gagnvart fólki í þessari stöðu. Það var svo sárt að upplifa að fólki stæði almennt á sama um afdrif þín.“

Kjósa
97
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (13)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jòhanna Finnbogadòttir skrifaði
    Takk elsku Alma,þú ert hetja,ég á ekki orð yfir hvað þú ert dásamleg manneskja.
    Takk fyrir þína sögu .Dóttir þín er dásamleg.
    0
  • Edda Kristinsdóttir skrifaði
    Alma.þú ert hetja .haltu áfram .leiðin er bara fam á við, til hamingju.með sigurinnog guð er með þ,ér.
    0
  • Dalila Ubillus skrifaði
    Linda eres una mujer fuerte luchadora tienes mucha fortaleza te felicito Dios Todopoderoso te ilumine tanto para ti y tu familia
    0
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Mikið er gefandi að kynnast þér Alma, og hughreystandi. Þekki fíknisjúkdóminn úr minni fjölskyldu og veit hve sart er að sjá fallega stúlku við dauðans dyr og geta ekkert gert nema að biðja til Guðs og elska hana. Takk Alma fyrir að deila þessum hluta lífs þíns. Guð blessi þig.
    0
  • GKA
    Grétar Karl Arason skrifaði
    Það var mikill heiður að fá að kynnast Ölmu stuttlega í Skipholtinu. Ég lít upp til hennar og dáist að henni.
    0
  • KEP
    Kolbrún Erna Pétursdóttir skrifaði
    Veistu Alma, það er auðvelt að líta upp til þin. Þú ert mögnuð.
    0
  • Auður Lára Sigurðardóttir skrifaði
    Vá ert hetja og vonandi er bjart framundan hjá ykkur mægðum og mundu að eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt haltu áfram að vera sterk og taktu einn dag í einu 😀
    0
  • Hafdís Hauksdóttir skrifaði
    Til hamingju með nýja lífið og gangi þér áfram sem allra best í lífinu❤️🙏❤️Þess óskar móðir þriggja óvirkra fíkla💙💙💙
    0
  • Anna María skrifaði
    Vá takk fyrir að segja söguna þína Alma ❤️
    1
  • Matthildur Jonsdottir Kelley skrifaði
    Thank you for having the courage to share your incredible story. You are incredible. Continue to share because you have to give it away to keep it ❤️‍🩹
    1
  • Guðrún Magnúsdóttir skrifaði
    Takk fyrir söguna þína og gangi þér vel. Það er hægt að lifa edrúlífi einn dag í einu og fylgja AA.
    0
  • Guðrún Tómasdóttir skrifaði
    Takk fyrir að segja sögu þína þú ert hetja
    0
  • Valgeir Reynisson skrifaði
    Þú ert hetja ❤
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu