Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Um helmingur umsókna vegna kynferðisbrota og heimilisofbeldis

Rík­is­sjóð­ur hef­ur greitt þo­lend­um of­beld­is um tvo millj­arða króna í bæt­ur á síð­ustu tutt­ugu ár­um. Um 800 millj­ón­ir króna eru úti­stand­andi af end­ur­kröf­um á hend­ur brota­mönn­um.

Um helmingur umsókna vegna kynferðisbrota og heimilisofbeldis
Þúsundir umsókna berast Á síðustu tuttugu árum hafa um 7.400 umsóknir borist um greiðslu bóta til þolenda ofbeldis úr ríkissjóði. Mynd: Eyþór Árnason

Ríflega tveir milljarðar króna hafa verið greiddir úr ríkissjóði í bætur til þolenda ofbeldis á síðustu tuttugu árum. Á sama tíma bárust um 7.400 umsóknir um greiðslu slíkra bóta. Ekki er haldið utan um tölfræði umsóknanna með þeim hætti að hægt sé að tilgreina um hvaða tegund umsóknar sé að ræða en hins vegar má ætla að um helmingur umsókna sem berast bótanefnd í dag sé vegna kynferðisbrota og heimilisofbeldis.

Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Gísla Rafns Ólafssonar, þingmanns Pírata. Greiðslur bóta til þolenda afbrota úr ríkissjóði byggja á lögum þar um frá árinu 1995. Í lögunum er tilgreint að greiddar séu bætur vegna tjóns er leiði af broti gegn almennum hegningarlögum og eru þar nefnd líkamstjón, tjón á persónulegum munum og bætur vegna miska. Frá bótafjárhæð dragast þó greiðslur sem fólk fær frá þeim sem brotið hefur gegn þeim auk greiðslna frá almannatryggingum, vátryggingum, launagreiðslum í veikindum og lífeyrisgreiðslum.

Ríkissjóður krefur síðan þá sem ollu tjóninu og endurgreiðslu þess sem greitt var þolendum þeirra. Ekki er til tölfræði um heimtur ríkissjóðs af því. Hins vegar eru nú útistandandi um 800 milljónir króna í kröfur á brotamenn. Mun innheimta alla jafna gagna treglega og ætlað er að lágt hlutfall greiddra bóta endurheimtist, samkvæmt svari ráðherrans.

Á umræddu árabili, frá 2003 hafa upphæðir farið hækkandi, þó ekki með línulegum hætti. Árið 2003 voru útgreiddar bætur rúmar 46 milljónir króna á verðlagi þess árs en á síðasta ári var sú upphæð rúmar 197 milljónir króna og hefur aldrei verið hærri. Það sem af er ári hafa verið greiddar rúmar 101 milljón króna í bætur til þolenda ofbeldis úr ríkissjóði.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár