Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Terra, Samherji og Init ekki lengur Framúrskarandi

Cred­it­in­fo neit­aði minnst sjö fyr­ir­tækj­um um vott­un­ina „Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki árs­ins 2022“ vegna tengsla þeirra við op­in­ber­ar rann­sókn­ir eða ásak­an­ir um vafa­sama starfs­hætti. Þrjú þess­ara fyr­ir­tækja starfa und­ir hatti Terra, sem Stund­in greindi frá að hefði urð­að mik­ið magn plastúr­gangs í friðlandi við Skál­holt.

Terra, Samherji og Init ekki lengur Framúrskarandi
Sjálft skilið eftir Slagorð Terra er að skilja ekkert eftir en nú var það svo að fyrirtækið var sjálft skilið eftir þegar Creditinfo gaf út nýjan lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki síðasta árs.

„Creditinfo áskilur sér rétt til að fjarlægja fyrirtæki tímabundið af lista vegna opinberra rannsókna sem geta haft stórfelld áhrif á fyrirtækið“, sagði í tilkynningu sem birt var á heimasíðu Creditinfo í sumar þar sem tilkynnt var um ný og strangari skilyrði þess að hljóta vottun fyrirtækisins sem Framúrskarandi fyrirtæki ársins 2022.

Listinn hefur nú verið birtur og samkvæmt honum er ljóst að stór fyrirtæki sem áður höfðu verið á listanum, fengu ekki vottun í ár. Einna mesta athygi vekur að þrjú félög Samherja; Samherji Ísland hf, Samherji hf og Útgerðarfélag Akureyringa hf, eru ekki á listanum. Ástæðan er opinber rannsókn á hendur stjórnendum, starfsmönnum og félögum í samstæðu Samherja, vegna meintra mútu- og skattalagabrota í tengslum við starfsemi félagsins í Namibíu.

Þá er félagið Init ehf ekki á listanum í ár, eins og undangengin ár. Ástæðan er, samkvæmt heimildum Stundarinnar, umfjöllun …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Ég vann einu sinni í fyrirtæki sem keypti sér svona viðurkenningu. Hún kostaði 800 þúsund. Allt sem ég framleiddi var rusl sem bilaði stanslaust. Það var óþarfi að laga framleiðsluna, alveg nóg að kenna mér um og á endanum var ég rekinn. Og svo var mér boðið að koma aftur þegar ekkert lagaðist við að reka mig. Fyrirtækið var svo lagt niður þegar orðsporið var farið. Það hét Hafmynd fyrst en svo Teledyne Gavia.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár