Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Skýr afstaða gegn því að Gunnar Björnsson fái að þjónusta

Séra Gunn­ari Björns­syni hef­ur í tvígang ver­ið mein­að að jarð­syngja lát­ið fólk á þessu ári. Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir bisk­up tek­ur „skýra af­stöðu með þo­lend­um“ og hef­ur beitt sér gegn því að Gunn­ar fái að þjón­usta. Helga Bjarna­dótt­ir, sem lýsti sið­ferð­is­brot­um Gunn­ars gegn sér ár­ið 2019, gagn­rýn­ir frétta­flutn­ing um að með þessu sé brot­ið gegn Gunn­ari. Til um­ræðu er að svipta Gunn­ar hemp­unni.

Skýr afstaða gegn því að Gunnar Björnsson fái að þjónusta
Meinað að jarðsyngja vegna brota Séra Gunnari Björnssyni hefur í tvígang á þessu ári verið meinað að jarðsyngja. Ástæðan er einörð afstaða biskups gegn því vegna frásagna af kynferðisbrotum Gunnars.

Helga Bjarnadóttir, sem árið 2019 steig fram og lýsti kynferðislegri áreitni af hálfu séra Gunnars Björnssonar, gagnrýnir harðlega fréttaflutning um kröfur þess efnis að séra Gunnari yrði veitt heimild til að jarðsyngja látna konu. Maður sem brotið hafi kynferðislega gegn fjölda kvenna og sem bæði úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar og siðanefnd Prestafélags Íslands hafi úrskurðað að hafi framið siðferðisbrot eigi enga heimtingu á að fá að þjónusta í kirkjum landsins. Biskup Íslands hefur tekið skýra afstöðu gegn því að séra Gunnar athafni í kirkjum þjóðkirkjunnar á grundvelli þess að standa skuli með þolendum.

Í byrjun september birti Mannlíf frétt þess efnis að séra Gunnari Björnssyni, fyrrverandi sóknarpresti, hefði verið neitað um að jarðsyngja konu í Hveragerði, þrátt fyrir óskir fjölskyldunnar þar um. Sóknarprestur Hveragerðiskirkju, séra Ninna Sif Svavarsdóttir, mun samkvæmt fréttinni hafa neitað beiðnum um að Gunnar fengi að þjónusta í kirkjunni og er sömuleiðis …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Berglind Þórsteinsdóttir skrifaði
    Ég stend með þolendum þessa manns. Það er magnað hvað margir eru tilbúnir til að verja valdamikla perra sem áreita börn í störfum sínum og þjónustu.
    11
  • Guðmundur Sigurðsson skrifaði
    HRATT LÝGUR STUND
    Hér birtir Stundin bréf frá einhverjum Frey Rögnvaldssyni. Ekki kann ég að skýra hver þessi Freyr er en hann virðist vera einhver fulltrúi Agnesar biskups sem fyrirmunað virðist að koma frá sér sönnu orði.

    Bréfið í Stundinni fjallar um hvort skoðanir kirkjunnar eða Hæstiréttur Íslands hafi meira vægi í meintum brotamálum. Þar er fjallað um að séra Gunnar Björnsson hafi ekki fengið að jarða vinkonu sína í Hveragerði af því að kirkjan og Stundin séu ósammála Hæstarétti, hafi ég skilið rétt.

    Þessi Freyr fulltrúi Agnesar segir „Biskup hefur tekið skýra afstöðu gegn því að séra Gunnar athafni í Kirkjum þjóðkirkjunnar.“ Þetta er auðvitað hrein lygi ef marka má orð Agnesar sjálfrar sem sagði í pósti að þetta væri ákvörðun séra Ninnu Sifjar Svarsdóttur prests í Hveragerði og Guðrúnar Hafsteinsdóttur formanns sóknarnefndar Hveragerðiskirkju. En Guðrún þessi er nú alþingismaður og vonbiðill um ráðherradóm ef Jón Gunnarsson leyfir.

    Það skal tekið fram að Ninna Sif sagði ákvörðunina vera Þjóðkirkjunnar svo ekki er augljóst hvor segir ósatt en eðlilegt kannski að trúa biskupnum.
    Ninna Sif hefur ekki svarað margra vikna pósti um þetta mál og þá ekki heldur Guðrún sem fékk afrit af póstinum.

    Held líka að það sé mikill misskilningur hjá þessum Frey að einhverjar yfirheyrslur Stundarinnar hafi markvert vægi í svona umræðu.

    Fram kemur í þessu bréfi að ekki skipti máli hvort menn hafi verið dæmdir eða ekki.

    Hann hefur það eftir konu sem hann hefur líklegast rabbað við.
    Það er varla Stund eða blaður til að eltast við þetta bréf í Stundinni en samt ætti öllum að vera ljóst að það skiptir höfuðmáli hvort fólk hafi verið sýknað eður ei.

    Það er sorglegt að miðill sem hefur á að skipa fólki eins og Helga Seljan, Inga Frey Vilhjálmssyni og Aðalsteini Kjartanssyni skuli birta bréf frá svona mönnum eins og þessum Frey Rögnvaldssyni.

    Í bréfi Freys er haft eftir Pétri Markan blaðafulltrúa kirkjunnar að Agnes hafni öllu ofbeldi innan kirkjunnar. Það sem Kirkjuleg yfirvöld ekki skilja er að það er ofbeldi að meina séra Gunnar Björnssyni að jarðsyngja vinkonu sína.
    Það er illska og hatur sem ræður gjörðum Agnesar öðru fremur.

    Það gleðilega í þessu er að Pétur Markan sé fundinn, veit um fólk sem hefur verið að reyna að ná sambandi við hann.
    Það fólk hefur að vísu ekki lofað að falla á kné og kokgleypa.

    Þá finnst mér bréfritari ögn tala niður til Mannlífs í þessu undarlega bréfi sínu. Mannlíf er fréttamiðill Freyr, þess vegna eru þeirra skrif á annan hátt en bréfið þitt.
    -7
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Það er bara staðreynd að allar stofnanir og félagasamtök samfélaga sem samkvæmt skilgreiningum og yfirlýstum hlutverkum sem þeim er falið og hafa, samkvæmt þeim, með umsýslu, leiðbeiningu og gæslu viðkvæmra hópa að gera; hópa eins og barna, þroskaskertra og ýmissa annarra sem eru í tímabundinni eða langtíma neyð, hafa ávallt haft gríðarlegt aðdráttarafl fyrir einstaklinga sem haldnir eru barnagirnd og aðra er ásælast óeðlileg völd yfir öðrum á einhverjum annarlegum forsendum. Fréttir liðinna ára og áratuga eru uppfullar af hryllilegum frásögnum af slíku; Skátasamtökin, trúarfélög og -hópar og svo mætti lengi upp telja. Hver ætti svo sem að nenna slíkri tæmandi upptalningu því þetta eru svo viðbjóðsleg málefni?

    Fólk ætti síst af öllu að treysta slíkum félögum/stofnunum fyrir viðkvæmu fólki. Foreldrar ættu alls ekki að treysta kirkjustofnunum eða söfnuðum fyrir gæslu, umsýslu eða utanumhaldi um börnin sín. Sagan talar sínu ljóta máli og þarf ekki vitnanna við.

    Kirkjan er, í mínum huga, hreinn og ómengaður viðbjóður því að henni er ekki hægt að treysta eitt einasta augnablik. Hver segir það? Sagan segir og sýnir það augljóslega.
    1
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Mér finnst allt of langt gengið þegar sóknarbörnum er meinað að velja sér prest til að sinna einstökum prestsverkum með því að banna þeim afnot af kirkjunni.
    Eftir því sem kom fram í fjölmiðlum á sínum tíma fólust brot Gunnars í því að kyssa meinta brotaþola á kinnina og klappa þeim á bakið utan klæða. Hann var sýknaður á báðum dómsstigum.
    Ef einhver hefur undan alvarlegri brotum að kvarta þarf hann/hún að leita til dómstóla til að fá úr því skorið hvað í raun gerðist áður en áhrifin verða svona alvarleg. Annars er Ísland ekki réttarríki.
    -3
    • Heidrun Hauksdottir skrifaði
      Þekkir þú í alvöru ekki slóð Gunnars? Tókstu ekki eftir því hvernig hann lét í kennslustundum? Eða fannst þér það bara í lagi fyrst þú varst ekki tekinn fyrir?
      1
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Höldum börnum okkar frá kirkjunnar þjónum !!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Séra Gunnar

Fermingarbarn séra Gunnars: „Ég var grátandi hjá honum þegar hann gerði þetta.“
FréttirSéra Gunnar

Ferm­ing­ar­barn séra Gunn­ars: „Ég var grát­andi hjá hon­um þeg­ar hann gerði þetta.“

Kol­brún Lilja Guðna­dótt­ir til­kynnti um að séra Gunn­ar Björns­son hefði káf­að á henni þeg­ar hún var 13 ára og ótt­að­ist um vin­konu sína eft­ir bíl­slys. Mál henn­ar fór ekki fyr­ir dóm­stóla, ólíkt tveim­ur öðr­um á Sel­fossi sem hann var sýkn­að­ur fyr­ir. Hún seg­ir sátta­fund hjá bisk­upi hafa ver­ið eins og at­riði úr Ára­móta­s­kaup­inu.
„Samfélagið trúði okkur ekki“
ViðtalSéra Gunnar

„Sam­fé­lag­ið trúði okk­ur ekki“

Mæðg­urn­ar Lilja Magnús­dótt­ir og Helga María Ragn­ars­dótt­ir segja að sam­fé­lag­ið á Sel­fossi hafi snú­ið við þeim baki eft­ir að Helga María sagði 16 ára frá því sem hún upp­lifði sem kyn­ferð­is­lega áreitni séra Gunn­ars Björns­son­ar í Sel­foss­kirkju. Sam­særis­kenn­ing­ar um fyr­ir­ætlan­ir þeirra lifi enn góðu lífi í bæn­um. Tíu ár eru nú lið­in frá því að Hæstirétt­ur sýkn­aði í máli Helgu og annarr­ar ung­lings­stúlku.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár