Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Afskrifa afsökunarbeiðni ráðherra: „Við munum halda áfram að berjast“

Fram­sögu­menn á mót­mæl­um við Mennta­skól­ann í Hamra­hlíð í gær, þær Urð­ur Bartels og Agla El­ín Dav­íðs­dótt­ir, taka af­sök­un­ar­beiðni ráð­herra með fyr­ir­vara: „Hefðu ekki beðist af­sök­un­ar ef við hefð­um ekki lát­ið í okk­ur heyra.“

Afskrifa afsökunarbeiðni ráðherra: „Við munum halda áfram að berjast“

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, baðst afsökunar á því að yfirvöld hafi ekki hlustað á þolendur kynferðisbrota undanfarin ár. Afsökunarbeiðnin var sett fram í erindi sem hann hélt á fjölsóttum mótmælum við Menntaskólann í Hamrahlíð í gær. 

Á meðal annarra ræðumanna voru þær Urður Bartels og Agla Elín Davíðsdóttir. Í samtali við Stundina hafna þær afsökunarbeiðni ráðherra. Urður segir að Ásmundur Einar hafi eingöngu beðist afsökunar því hann hafði enga aðra möguleika.

Urður Bartels hélt ræðu á mótmælafundinum og krafðist breytinga

Aðspurð hvort hún taki afsökunarbeiðnina ekki gilda segir hún: „Nei, ég geri það ekki. Það er mitt álit að þau hefðu ekki beðist afsökunar ef við hefðum ekki látið í okkur heyra. Þau voru að biðjast afsökunar útaf því að núna hafa þau enga aðra möguleika. Nú þurfa þau að biðjast afsökunar. Ég persónulega tek ekki við þessari afsökunarbeiðni,“ segir Urður í samtali við Stundina. 

Urður BartelsSegir að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hafi eingöngu beðist afsökunar núna þar sem hann hafði enga aðra möguleika.

Innt eftir áliti sínu á því hvað þarf að breytast í kerfinu segir hún að það þurfi fyrst og fremst að hlusta á þolendur. Á það hafi skort. „Fyrst og fremst að hlustað sé á þolendur, að mál þeirra sé tekin alvarlega,“ útskýrir hún. Þá vill hún að þolendur fái „loksins einhverjar breytingar á kerfinu. Því kerfið er ónýtt, það er brotið og það er löngu tímabært að fá fram breytingar,“ segir hún án þess að útfæra þær hugmyndir nánar. „Fá eitthvað nýtt,“ er krafan. 

Telur þú að skólastjórnendur hafi brugðist nemendum með aðgerðarleysi? 

„Í fyrstu hefði ég sagt já alveg hiklaust. Fyrstu viðbrögðin voru alls ekki nógu góð. Við fengum ekki að tjá okkur. Það var þaggað niður í okkur. En svo þegar þau sáu hvernig þetta var að breiðast út þá fóru þau að ýta undir það og fóru að hjálpa okkur. Ég myndi ekki segja að þau hefðu brugðist okkur, en fyrstu voru viðbrögðin alls ekki nógu góð.“ 

Telurðu að þessi mótmæli munu skila árangri?

„Ég tel að þau munu skila árangri. Ef þau gera það ekki þá höldum við áfram. Við munum halda áfram að berjast þangað til að við fáum breytingar í gegn.“ 

Framhaldsskólanemar mótmælaNemendur úr mörgum framhaldsskólum mættu á mótmælafundinn.

Afsökunarbeiðni er ekki nóg

Agla Elín Davíðsdóttir tekur undir með Urði og segist ekki taka við afsökunarbeiðni ráðherra fyrr en kröfum nemenda um breytingar verði mætt og kerfinu breytt. Afsökunarbeiðni sem slík sé ekki gild, ein og sér. „Hún er ekki gild fyrr en við sjáum að kröfum okkar sé mætt og að þessu kerfi og ferlum verði breytt til þess að almennilega sé tekið á kynferðisbrotamálum. Þessari afsökunarbeiðni verður ekki tekið fyrr en ráðherra geti tryggt að öryggi nemenda sé gætt,“ segir Agla.

Agla Elín DavíðsdóttirSegir skólastjórendur hafi brugðist þolendum.

Hverjar eru þínar kröfur?

Að það verði hlustað á nemendur þegar þeir leggja fram kæru varðandi ofbeldismál. Að þeirra hagsmunir verði alltaf efst í huga og að það verði alltaf séð til að þeir séu verndaðir og að réttindi þeirra séu tryggð. Að gerendum verði vísað úr staðnámi svo þolendur þurfi ekki að sjá þá daglega. Að bæði þolendum og gerendur fá andlega aðstoð til þess að þau geti unnið úr málinu og að þau geti lært af sínum gjörðum.

Aðspurð um hvort skólastjórendur hafi brugðist þolendum í þessum málum segir Agla að svo sé. Já klárlega. Það eru bara allt of margir nemendur sem hafa nú þegar hrökklast úr námi og glímt við alvarleg andlega veikindi og fundið fyrir mikilli einsemd. Þeim líður að þeim hafi verið brugðist og það er klárlega kerfinu að kenna. 

Finnur þú fyrir miklum stuðningi í þessum aðgerðum ykkar.

Já, rosalega miklum stuðningi. Það er ótrúlegt að svona margir hafi mætt. Það er ógeðslega skemmtilegt að sjá hversu margir standa við bakið á okkur. Það er auðvitað ekki gaman að við þurfum að vera að þessu, en það er samt fáránlega góð tilfinning að fá svona mikinn stuðning frá öllum nemendafélögum og nemendum um allt land sem hafa haft samband við okkur og sagst styðja við okkur.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
4
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
5
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu