Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Svavar Pétur fallinn frá

Tón­list­ar­mað­ur­inn, hönn­uð­ur­inn og frum­kvöð­ull­inn Svavar Pét­ur Ey­steins­son er lát­inn, að­eins 45 ára gam­all, eft­ir bar­áttu við krabba­mein.

Svavar Pétur fallinn frá

Svavar Pétur Eysteinsson, sem þykir hafa fangað íslenska hversdagsmenningu í gervi popptónlistarmannsins Prins Póló, er látinn, 45 ára gamall, eftir fjögur ár með krabbamein.

Auk tónlistarlegs framlags vann Svavar að fjölda nýsköpunar- og sköpunarverkefna, oft í félagi við eiginkonu sína, Berglindi Häsler. 

Í tilkynningu frá Berglindi og öðrum aðstandendum segir að Svavar hafi verið stoltur Breiðhyltingur, gengið í Hólabrekkuskóla og Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Leið hans átti eftir að liggja víðar og um mörg ólík svið. Svavar var sískapandi og oft nýskapandi í nálgun sinni.

Hann var menntaður graf­ísk­ur hönnuður og ljósmyndari, en færði út kvíarnar og gerðist frumkvöðull í matvælaframleiðslu með framleiðslu og markaðssetningu á grænmetispylsum - Bulsum - og Boppi.

Veggsjöld seldi Svavar og hannaði með eigin textum sem vísuðu til klassísks íslensks hversdagsleika, meðal annars: Líf ertu að grínast? Er of seint að fá sér kaffi núna? Hvar er núvitundin - er hún úti með hundinn? Hafið, ég þekki ekki annað. Hann hafði höfuðstöðvar í Skeifunni, nánar tiltekið í Faxafeni.

Um tíma bjó Svavar með fjölskyldunni á Seyðisfirði og svo á Drangsnesi við Húnaflóa. Vorið 2014 flutti hann ásamt Berglindi og börnum í Berufjörð fyrir austan og stundaði lífræna ræktun, rekstur tónlistar- og kaffistaðar og ferðaþjónustu undir nafninu Havarí.

Árið 2018 greindist Svavar með krabbamein í vélinda sem var haldið niðri með lyfjagjöf á fjórða stigi. Hann lýsti því að hann hefði verið stjarfur fyrsta árið, en hélt síðan áfram að skapa. Fyrir honum var sköpunin lífið og án hennar ekkert líf. Hann lýsti þessu sem svo í viðtali við Kveik á RÚV. „Ég hef bara þessa þörf til að búa eitthvað til og það er bara það sem ég geri frá morgni til kvölds. Sama hvort það sé flík eða málverk eða tónlist eða ljósmynd eða vídeó eða eitthvað. Og það er í rauninni það sem heldur mér á lífi.“

Svavar Pét­ur læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, Berg­lindi Häsler, og þrjú börn, Hrólf Stein, Al­dísi Rúnu og Elísu.

Líf ertu að grínastLag Prins Póló af plötunni Þriðja kryddið kom út árið 2018.
Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár