Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fjórir handteknir vegna rannsóknar á skipulagðri glæpastarfsemi

Lög­regl­an seg­ir að hættu­ástandi hafi ver­ið af­stýrt þeg­ar sér­sveit­in hand­tók fjóra ein­stak­linga í um­fangs­mikl­um að­gerð­um í dag. Að­gerð­irn­ar voru lið­ur í rann­sókn rík­is­lög­reglu­stjóra á skipu­lagðri glæp­a­starf­semi og viða­mikl­um vopna­laga­brot­um.

Fjórir handteknir vegna rannsóknar á skipulagðri glæpastarfsemi
Frá aðgerðum Sérsveitin á vettvangi aðgerða sem fram fóru í dag í Mosfellsbæ. Mynd: Aðsent

Lögreglan segir að hættuástandi hafi í dag verið afstýrt í aðgerðum sérsveitar ríkislögreglustjóra í tengslum við yfirstandandi rannsókn yfirvalda. Í tilkynningu segir að rannsóknin sé í höndum ríkislögreglustjóra sem hafi það hlutverk að rannsaka öll brot sem snúa að landráði, broti gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess. „Rannsóknin snýr meðal annars að skipulagðri glæpastarfsemi og viðamiklum vopnalagabrotum,“ segir í tilkynningu lögreglu. 

Aðgerðir lögreglu í MosfellsbæLögreglan ræðir við vegfarendur á vettvangi.

Stundin greindi frá hluta aðgerðanna í dag en þær fóru fram í iðnaðarhverfi í Mosfellsbæ. Þá greindi Fréttablaðið frá því að á svipuðum tíma hafi sérsveitin handtekið mann í Holtasmára í Kópavogi. Lögreglan staðfestir nú að þessar aðgerðir tengjast og að í heild hafi fjórir verið handteknir í þessum umfangsmiklu aðgerðum lögreglunnar. 

„Vopnuð sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðum ásamt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tveir af þeim sem voru handteknir voru taldir vopnaðir og hættulegir. …

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár