Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Fjórir handteknir vegna rannsóknar á skipulagðri glæpastarfsemi

Lög­regl­an seg­ir að hættu­ástandi hafi ver­ið af­stýrt þeg­ar sér­sveit­in hand­tók fjóra ein­stak­linga í um­fangs­mikl­um að­gerð­um í dag. Að­gerð­irn­ar voru lið­ur í rann­sókn rík­is­lög­reglu­stjóra á skipu­lagðri glæp­a­starf­semi og viða­mikl­um vopna­laga­brot­um.

Fjórir handteknir vegna rannsóknar á skipulagðri glæpastarfsemi
Frá aðgerðum Sérsveitin á vettvangi aðgerða sem fram fóru í dag í Mosfellsbæ. Mynd: Aðsent

Lögreglan segir að hættuástandi hafi í dag verið afstýrt í aðgerðum sérsveitar ríkislögreglustjóra í tengslum við yfirstandandi rannsókn yfirvalda. Í tilkynningu segir að rannsóknin sé í höndum ríkislögreglustjóra sem hafi það hlutverk að rannsaka öll brot sem snúa að landráði, broti gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess. „Rannsóknin snýr meðal annars að skipulagðri glæpastarfsemi og viðamiklum vopnalagabrotum,“ segir í tilkynningu lögreglu. 

Aðgerðir lögreglu í MosfellsbæLögreglan ræðir við vegfarendur á vettvangi.

Stundin greindi frá hluta aðgerðanna í dag en þær fóru fram í iðnaðarhverfi í Mosfellsbæ. Þá greindi Fréttablaðið frá því að á svipuðum tíma hafi sérsveitin handtekið mann í Holtasmára í Kópavogi. Lögreglan staðfestir nú að þessar aðgerðir tengjast og að í heild hafi fjórir verið handteknir í þessum umfangsmiklu aðgerðum lögreglunnar. 

„Vopnuð sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðum ásamt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tveir af þeim sem voru handteknir voru taldir vopnaðir og hættulegir. …

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár