Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Fjórir handteknir vegna rannsóknar á skipulagðri glæpastarfsemi

Lög­regl­an seg­ir að hættu­ástandi hafi ver­ið af­stýrt þeg­ar sér­sveit­in hand­tók fjóra ein­stak­linga í um­fangs­mikl­um að­gerð­um í dag. Að­gerð­irn­ar voru lið­ur í rann­sókn rík­is­lög­reglu­stjóra á skipu­lagðri glæp­a­starf­semi og viða­mikl­um vopna­laga­brot­um.

Fjórir handteknir vegna rannsóknar á skipulagðri glæpastarfsemi
Frá aðgerðum Sérsveitin á vettvangi aðgerða sem fram fóru í dag í Mosfellsbæ. Mynd: Aðsent

Lögreglan segir að hættuástandi hafi í dag verið afstýrt í aðgerðum sérsveitar ríkislögreglustjóra í tengslum við yfirstandandi rannsókn yfirvalda. Í tilkynningu segir að rannsóknin sé í höndum ríkislögreglustjóra sem hafi það hlutverk að rannsaka öll brot sem snúa að landráði, broti gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess. „Rannsóknin snýr meðal annars að skipulagðri glæpastarfsemi og viðamiklum vopnalagabrotum,“ segir í tilkynningu lögreglu. 

Aðgerðir lögreglu í MosfellsbæLögreglan ræðir við vegfarendur á vettvangi.

Stundin greindi frá hluta aðgerðanna í dag en þær fóru fram í iðnaðarhverfi í Mosfellsbæ. Þá greindi Fréttablaðið frá því að á svipuðum tíma hafi sérsveitin handtekið mann í Holtasmára í Kópavogi. Lögreglan staðfestir nú að þessar aðgerðir tengjast og að í heild hafi fjórir verið handteknir í þessum umfangsmiklu aðgerðum lögreglunnar. 

„Vopnuð sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðum ásamt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tveir af þeim sem voru handteknir voru taldir vopnaðir og hættulegir. …

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár