Lögreglan segir að hættuástandi hafi í dag verið afstýrt í aðgerðum sérsveitar ríkislögreglustjóra í tengslum við yfirstandandi rannsókn yfirvalda. Í tilkynningu segir að rannsóknin sé í höndum ríkislögreglustjóra sem hafi það hlutverk að rannsaka öll brot sem snúa að landráði, broti gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess. „Rannsóknin snýr meðal annars að skipulagðri glæpastarfsemi og viðamiklum vopnalagabrotum,“ segir í tilkynningu lögreglu.
Stundin greindi frá hluta aðgerðanna í dag en þær fóru fram í iðnaðarhverfi í Mosfellsbæ. Þá greindi Fréttablaðið frá því að á svipuðum tíma hafi sérsveitin handtekið mann í Holtasmára í Kópavogi. Lögreglan staðfestir nú að þessar aðgerðir tengjast og að í heild hafi fjórir verið handteknir í þessum umfangsmiklu aðgerðum lögreglunnar.
„Vopnuð sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðum ásamt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tveir af þeim sem voru handteknir voru taldir vopnaðir og hættulegir. …
Athugasemdir