Matsmaður sem fenginn var til að meta galla á fasteignum á jörð í Mosfellsdal rukkaði 2,6 milljónir króna fyrir, en matið sem hann framkvæmdi var dæmt ónothæft fyrir héraðsdómi. Krafa kaupenda í dómsmálinu féll því niður en engu að síður þurftu þeir að greiða fyrir matið. Annar matsmaður sem fenginn var til að gera sömu úttekt gaf út að matið myndi kosta 4 milljónir króna en rétt áður en skila átti matinu inn til dómstóla hækkaði sú upphæð í 5,2 milljónir króna.
Stjórn Matsmannafélags Íslands segir „grátlegt að ekki hafi tekist betur til í starfi hans [fyrri matmannsins] en raun ber vitni“. Stjórn félagsins harmar jafnframt að „óboðleg vinnubrögð matsmannsins hafi bitnað svo illilega á þér,“ í bréfi til kaupanda. Hins vegar hafi félagið enga lögsögu yfir félagsmönnum sínum og geti því ekki beitt sér í málinu. Enginn sinni eftirliti með vinnu matsmanna annar sen sá sem óski eftir mati …
Athugasemdir