Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Borguðu 2,6 milljónir fyrir ónýta matsgerð

Kaup­end­ur að jörð í Mos­fells­dal greiddu mats­manni 2,6 millj­ón­ir króna fyr­ir að meta galla á fast­eign­um á jörð­inni fyr­ir dóms­mál. Dóm­ari sagði mats­gerð­ina hins veg­ar ekki not­hæfa en eft­ir sátu kaup­end­ur með kostn­að­inn. Feng­inn var ann­ar mats­mað­ur til að leggja mat á sömu galla. Sá rukk­aði fyrst 4 millj­ón­ir fyr­ir en krafð­ist svo 1,2 millj­óna króna auka­lega of­an á.

Borguðu 2,6 milljónir fyrir ónýta matsgerð
Segir gallana verulega Jóhannes segir mikla galla vera á húsunum á jörðinni. Mynd: Heiða Helgadóttir

Matsmaður sem fenginn var til að meta galla á fasteignum á jörð í Mosfellsdal rukkaði 2,6 milljónir króna fyrir, en matið sem hann framkvæmdi var dæmt ónothæft fyrir héraðsdómi. Krafa kaupenda í dómsmálinu féll því niður en engu að síður þurftu þeir að greiða fyrir matið. Annar matsmaður sem fenginn var til að gera sömu úttekt gaf út að matið myndi kosta 4 milljónir króna en rétt áður en skila átti matinu inn til dómstóla hækkaði sú upphæð í 5,2 milljónir króna.

Stjórn Matsmannafélags Íslands segir „grátlegt að ekki hafi tekist betur til í starfi hans [fyrri matmannsins] en raun ber vitni“. Stjórn félagsins harmar jafnframt að „óboðleg vinnubrögð matsmannsins hafi bitnað svo illilega á þér,“ í bréfi til kaupanda. Hins vegar hafi félagið enga lögsögu yfir félagsmönnum sínum og geti því ekki beitt sér í málinu. Enginn sinni eftirliti með vinnu matsmanna annar sen sá sem óski eftir mati …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár