Fyrri aukaspurning:
Hvar er kirkjan sem sést á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hve margir eru systursynir Andrésar Andar?
2. Í hvaða landi er Bajkal vatn?
3. Bajkal-vatn á þrjú met í landfræðilegum skilningi. Nefnið að minnsta kosti eitt þeirra til að fá stig.
4. Jesúa frá Nasaret gerði nokkra lærisveina að sérstökum postulum. Allir voru karlmenn. Hve margir voru upphaflegu postularnir?
5. Af þeim voru fjórir sagðir hafa verið fiskimenn. Hvað hétu fiskimennirnir í postulahópnum? Hér þarf að nefna þrjá rétta til að fá stig!
6. Hvenær er trúarleiðtoginn Búdda talinn hafa verið uppi, svona nokkurn veginn? Var það kringum árið 1000 fyrir Krist — 500 fyrir Krist — kringum Krists burð — 500 eftir Krist — eða 1000 eftir Krist?
7. Hvaða trúarleiðtogi er sagður hafa haft sérstaka velþóknun á köttum eftir að ein kisan kom í veg fyrir að snákur biti hann?
8. Hver skrifaði leikritið um Karíus og Baktus?
9. Hvaða fljót í Evrópu rennur um eða snertir flest ríki?
10. Guðlaugur Þór Þórðarson situr á Alþingi fyrir ... hvaða flokk?
***
Seinni aukaspurning:
Á myndinni hér að neðan má sjá undan pilt sem síðar á ævinni varð afar frægur — og umdeildur, vægast sagt. Hver er þetta?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Þrír.
2. Rússlandi.
3. Bajkal er dýpsta vatn í heimi, 1.637 metra djúpt — það er vatnsmesta ferskvatnsstöðuvatn í heimi (ekki það stærsta!) — og það er elsta stöðuvatn í heimi, 25 milljón ára gamalt.
4. Tólf.
5. Pétur (Símon), Jakob, Jóhannes og Andrés.
6. 500 fyrir Krist.
7. Múhameð.
8. Torbjörn Egner.
9. Dóná.
10. Sjálfstæðisflokkinn.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er kirkjan á Húsavík.
Á neðri myndinni er Lenín ungur að árum.
Athugasemdir (1)