„Þetta verða bestu þættir sem gerðir hafa verið á íslensku.“ Þetta sagði Jón Gnarr í viðtali í ársbyrjun 1997 um gamanþættina Fóstbræður, sem til stóð að frumsýna „bráðlega“ á Stöð 3. Þá grunaði ekki Jón og fóstursystkini hans að tilraunin til þáttagerðar ætti í hættu að verða ein af Harmsögum úr samtímanum.
En hringt var í Jens, málið var leyst og fyrsti þátturinn fór loks í loftið 13. október 1997 á Stöð 2. Hópurinn fagnar því 25 ára afmæli sínu um þessar mundir. Flestir Íslendingar eiga sinn uppáhaldsskets, valinn úr einum af fimm þáttaröðum Fóstbræðra, og persónur eins og Indriði, Gyða Sól og Helgi, persónulegi trúbadorinn, eru löngu orðnar sígildar. En hver á að rifja upp hvernig þættirnir urðu til, gæti maður spurt sig. Á ég að gera það?!
„Þetta stef sem þið heyrið hérna undir, þetta er lagið okkar, þetta er Fóstbræðralagið,“ sagði Sigurjón Kjartansson í kynningu fyrsta …
Athugasemdir (2)