Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Fóstbræðra saga: „Þetta er okkar framlag“

Fyr­ir 25 ár­um fór fyrsti þátt­ur gaman­þátt­anna Fóst­bræðra í loft­ið á Stöð 2 eft­ir að deil­ur póli­tískra við­skipta­blokka drápu nær verk­efn­ið í start­hol­un­um. Í til­efni af af­mæl­inu deila Jón Gn­arr, Sig­ur­jón Kjart­ans­son, Helga Braga Jóns­dótt­ir, Bene­dikt Erl­ings­son, Ósk­ar Jónas­son og fjöldi annarra sem komu að þátt­un­um minn­ing­um sín­um af gerð þeirra eins og þær hafa varð­veist í munn­legri geymd. Þetta er þeirra fram­lag.

<span> Fóstbræðra saga: </span> „Þetta er okkar framlag“

„Þetta verða bestu þættir sem gerðir hafa verið á íslensku.“ Þetta sagði Jón Gnarr í viðtali í ársbyrjun 1997 um gamanþættina Fóstbræður, sem til stóð að frumsýna „bráðlega“ á Stöð 3. Þá grunaði ekki Jón og fóstursystkini hans að tilraunin til þáttagerðar ætti í hættu að verða ein af Harmsögum úr samtímanum.

En hringt var í Jens, málið var leyst og fyrsti þátturinn fór loks í loftið 13. október 1997 á Stöð 2. Hópurinn fagnar því 25 ára afmæli sínu um þessar mundir. Flestir Íslendingar eiga sinn uppáhaldsskets, valinn úr einum af fimm þáttaröðum Fóstbræðra, og persónur eins og Indriði, Gyða Sól og Helgi, persónulegi trúbadorinn, eru löngu orðnar sígildar. En hver á að rifja upp hvernig þættirnir urðu til, gæti maður spurt sig. Á ég að gera það?!

„Þetta stef sem þið heyrið hérna undir, þetta er lagið okkar, þetta er Fóstbræðralagið,“ sagði Sigurjón Kjartansson í kynningu fyrsta …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Konráð Jónsson skrifaði
    Ég var í 7. bekk þegar fyrsta serían var sýnd. Ég man að við vinirnir fylgdumst með þessu jafnóðum og töluðum um þættina daginn eftir í skólanum. Svo gerði ég aðdáendavefsíðu fyrir þættina og man að Þorsteinn sendi mér tölvupóst til að lýsa yfir ánægju með síðuna! Svo lognaðist hún reyndar út af fljótlega eftir það, haha.
    4
  • Konráð Jónsson skrifaði
    Takk fyrir þetta, mjög skemmtilegt.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár