Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

944. spurningaþraut: Fisléttar spurningar um músík og grín

944. spurningaþraut: Fisléttar spurningar um músík og grín

Fyrri aukaspurning:

Hver er þessi fjölmiðlakona? — Hér dugar það nafn sem hún hefur tekið sér þegar hún stundar rannsóknarstörf sín og önnur fjölmiðlastörf.

***

Aðalspurningar:

1.  Eitt af vinsælli lögum Megasar heitir Gamla gasstöðin við ... ja, við hvað?

2.  Mávastellið var vinsæl hljómplata sem út kom 1983. Hvaða hljómsveit sendi frá sér þessa plötu?

3.  Hvaða ár keppti Ísland í fyrsta sinn í Eurovision söngvakeppninni?

4.  Eftir hvern var lagið sem þá var flutt fyrir Íslands hönd?

5.  Í hvaða sæti lenti Ísland?

5.  Hver var það sem lýsti því yfir opinberlega um miðjan september síðastliðinn að Davíð Oddsson væri ekki lengur vinur hans?

7.  Með hvaða tveimur vinum sínum úr menntaskóla skrifaði Davíð Oddsson grínþætti í útvarpið fyrir 50 árum? Nefna þarf báða.

8.  Hvað hétu þættirnir?

9.  Hvað er stysta vegalengdin milli Íslands og erlends ríkis? Er það frá Vestfjörðum til Grænlands — frá Kolbeinseyj til Jan Mayern — eða frá Höfn í Hornafirði til Færeyja?

10.  Hver sveimar á Súzúkí?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi dýravinur?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hlemm.

2.  Grýlurnar.  

3.  1986.

4.  Magnús Eiríksson.

5.  Sextánda sæti.

6.  Jón Steinar Gunnlaugsson.

7.  Hrafn Gunnlaugsson og Þórarinn Eldjárn.

8.  Matthildur.

9.  Stysta vegalengdin er milli Vestfjarða og Grænlands.

10.  Sísí.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Berglind Festival.

Á neðri myndinni er Adolf Hitler.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár