Andrei Menshenin hefur brotið rússnesk lög með því að andmæla stríðinu opinberlega og á í hættu að honum verði refsað snúi hann aftur til Rússlands. Núverandi vegabréf hans, sem er forsenda dvalar hans á Íslandi, rennur út í nóvember næstkomandi. Hann sótti um nýtt vegabréf hjá rússneska sendiráðinu fyrir sex mánuðum en umsókn hans hefur enn ekki verið afgreidd. Sendiráðið hefur einnig hafnað Andrei um þjónustu vegna umsóknar hans um íslenskt ríkisfang.
Fyrstu mótmælin sem Andrei tók þátt í á Íslandi voru þann 26. mars 2017 og segir Andrei að strax þá hafi átt sér stað óviðeigandi og ruddaleg hegðun af hálfu fulltrúa rússneska sendiráðsins.
Lögreglan mætti á svæðið
Dmitrii Fufachev, rússneskur ríkisborgari búsettur á Íslandi, sem tók þátt í mótmælunum með Andrei þann 26. mars 2017, segir að upplifunin hafi verið afar óhugnanleg þegar fulltrúi sendiráðsins gekk út úr byggingunni til að ljósmynda mótmælendurna, en framkoma hans hafi einkum …
Athugasemdir