Fyrri aukaspurning:
Hvað nefnist hinn brosmildi Brasilíumaður á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hver er hin opinbera og útbreiddasta tunga í Brasilíu?
2. Hvað heitir höfuðborgin í Brasilíu?
3. Hversu margir eru Brasilíumenn? Eru þeir 14 milljónir — 114 milljónir — 214 milljónir — eða 314 milljónir?
4. Ayrton Senna, Nelson Piquet og Emerson Fittipaldi eru brasilískir keppnismenn sem allir urðu heimsmeistarar í ... hverju?
5. Hvað heitir myntin í Brasilíu? Er það dollar — peso — pund — eða real?
6. Sumarólympíuleikararnir voru nýlega haldnir í Brasilíu. Hvaða ár?
7. Cachaça heitir sterkur drykkur sem bruggaður er í Brasilíu og er t.d. uppistaðan í hinum vinsæla kokkteil caipininha. Úr hverju er cachaça bruggað?
8. Kjötkveðjuhátíð eða carnival er haldið hvarvetna um Brasilíu. En í hvaða borg er frægasta og mikilfenglegasta kjötkveðjuhátíðin haldin?
9. Hversu oft hefur Brasilía orðið heimsmeistari í fótbolta karla?
10. Brasilía á landamæri að öllum löndum Suður-Ameríku, nema tveimur. Hver eru þau? — og hér verður að nefna bæði.
***
Seinni aukaspurning:
Hver er þessi kona? Hér dugar annaðhvort skírnarnafn hennar eða eftirnafn.
***
Svör við aðalspurningum:
1. Portúgalska.
2. Brasilía.
3. 214 milljónir.
4. Kappakstri, Formúlu 1.
5. Real.
6. 2016.
7. Sykurreyr.
8. Rio.
9. Fimm sinnum.
10. Tjíle og Ekvador.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er fótboltasnillingurinn Pelé.
Á neðri myndinni er Dilma Rousseff, fyrrum forseti.
Edson Arantes do Nascimento, aka Pelé