940. spurningaþraut: Þemað er Brasilía!

940. spurningaþraut: Þemað er Brasilía!

Fyrri aukaspurning:

Hvað nefnist hinn brosmildi Brasilíumaður á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er hin opinbera og útbreiddasta tunga í Brasilíu?

2.  Hvað heitir höfuðborgin í Brasilíu?

3.  Hversu margir eru Brasilíumenn? Eru þeir 14 milljónir — 114 milljónir — 214 milljónir — eða 314 milljónir?

4.  Ayrton Senna, Nelson Piquet og Emerson Fittipaldi eru brasilískir keppnismenn sem allir urðu heimsmeistarar í ... hverju?

5.  Hvað heitir myntin í Brasilíu? Er það dollar — peso — pund — eða real?

6.  Sumarólympíuleikararnir voru nýlega haldnir í Brasilíu. Hvaða ár?

7. Cachaça heitir sterkur drykkur sem bruggaður er í Brasilíu og er t.d. uppistaðan í hinum vinsæla kokkteil caipininha. Úr hverju er cachaça bruggað?

8.  Kjötkveðjuhátíð eða carnival er haldið hvarvetna um Brasilíu. En í hvaða borg er frægasta og mikilfenglegasta kjötkveðjuhátíðin haldin?

9.  Hversu oft hefur Brasilía orðið heimsmeistari í fótbolta karla?

10.  Brasilía á landamæri að öllum löndum Suður-Ameríku, nema tveimur. Hver eru þau? — og hér verður að nefna bæði.

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi kona? Hér dugar annaðhvort skírnarnafn hennar eða eftirnafn.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Portúgalska.

2.  Brasilía.

3.  214 milljónir.

4.  Kappakstri, Formúlu 1.

5.  Real.

6.  2016. 

7.  Sykurreyr.

8.  Rio.

9.  Fimm sinnum.

10.  Tjíle og Ekvador.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er fótboltasnillingurinn Pelé.

Á neðri myndinni er Dilma Rousseff, fyrrum forseti.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Fyrri auka spurningin.
    Edson Arantes do Nascimento, aka Pelé
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár