Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

940. spurningaþraut: Þemað er Brasilía!

940. spurningaþraut: Þemað er Brasilía!

Fyrri aukaspurning:

Hvað nefnist hinn brosmildi Brasilíumaður á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er hin opinbera og útbreiddasta tunga í Brasilíu?

2.  Hvað heitir höfuðborgin í Brasilíu?

3.  Hversu margir eru Brasilíumenn? Eru þeir 14 milljónir — 114 milljónir — 214 milljónir — eða 314 milljónir?

4.  Ayrton Senna, Nelson Piquet og Emerson Fittipaldi eru brasilískir keppnismenn sem allir urðu heimsmeistarar í ... hverju?

5.  Hvað heitir myntin í Brasilíu? Er það dollar — peso — pund — eða real?

6.  Sumarólympíuleikararnir voru nýlega haldnir í Brasilíu. Hvaða ár?

7. Cachaça heitir sterkur drykkur sem bruggaður er í Brasilíu og er t.d. uppistaðan í hinum vinsæla kokkteil caipininha. Úr hverju er cachaça bruggað?

8.  Kjötkveðjuhátíð eða carnival er haldið hvarvetna um Brasilíu. En í hvaða borg er frægasta og mikilfenglegasta kjötkveðjuhátíðin haldin?

9.  Hversu oft hefur Brasilía orðið heimsmeistari í fótbolta karla?

10.  Brasilía á landamæri að öllum löndum Suður-Ameríku, nema tveimur. Hver eru þau? — og hér verður að nefna bæði.

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi kona? Hér dugar annaðhvort skírnarnafn hennar eða eftirnafn.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Portúgalska.

2.  Brasilía.

3.  214 milljónir.

4.  Kappakstri, Formúlu 1.

5.  Real.

6.  2016. 

7.  Sykurreyr.

8.  Rio.

9.  Fimm sinnum.

10.  Tjíle og Ekvador.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er fótboltasnillingurinn Pelé.

Á neðri myndinni er Dilma Rousseff, fyrrum forseti.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Fyrri auka spurningin.
    Edson Arantes do Nascimento, aka Pelé
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár