Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

937. spurningaþraut: Hvar voru fætur kvenna bundnir?

937. spurningaþraut: Hvar voru fætur kvenna bundnir?

Fyrri aukaspurning:

Hvað nefnist hljóðfærið sem karlinn lengst til vinstri er að spila á?

Og svo fæst stórsveitarstig fyrir að vita hvað karlinn heitir!

***

Aðalspurningar:

1.  Karlmaður sem ber nafnið Nguyễn — frá hvaða landi er lang líklegast að hann komi?

2.  Við hvað fæst Gordon Ramsey fyrst og fremst?

3.  En Franz Kafka, hvað var hans aðal?

4.  Caligula var vitfirrtur nokkuð, en réði þó ríkjum ... hvar?

5.  Hvað er stærsta landið í Vestur-Evrópu?

6.  Hvað heitir konungur Spánar?

7.  Hvaða þingmaður á Alþingi Íslands hefur gefið út flestar hljómplötur?

8.  Einn mektarkarl Gyðinga sem Biblían kann frá að greina átti 700 eiginkonur sem allar voru af göfugu ætterni (þar á meðal ein dóttir faraós) og svo átti hann 300 konur af lægri stigum. Hvaða karl var svo vel kvæntur?

9.  Í hvaða ríki tíðkaðist í þúsund ár að binda fætur ungra hefðarmeyja svo þeir urðu smáir og samanbeyglaðir, því þannig þóttu þeir fagrir og líkjast lótusblómum?

10.  The Seven Year Itch hét bandarísk gamanmynd sem Billy Wilder leikstýrði og Marilyn Monroe lék aðalhlutverkið í. Þetta þótti skemmtileg mynd en aðalástæðan fyrir því að hún hefur ekki gleymst er ein örstutt sena sem allir hafa að minnsta kosti séð ljósmyndir af. Hvað gerist í þeirri stuttu senu?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir kona þessi?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Víetnam.

2.  Hann er kokkur.

3.  Ritstörf.

4.  Rómaveldi.

5.  Frakkland.

6.  Filippus eða Felipe. Hann er númer 6 en enginn þarf að vita það.

7.  Jakob Frímann.

8.  Salómon konungur.

9.  Kína.

10.  Blástur úr loftræstingu í gangstétt blæs upp pilsi persónunnar sem Marilyn Monroe leikur.

Úbs!!

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Benny Goodman að spila á klarinettið sitt.

Á neðri myndinni er ofurfyrirsætan Claudia Schiffer.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár