Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

937. spurningaþraut: Hvar voru fætur kvenna bundnir?

937. spurningaþraut: Hvar voru fætur kvenna bundnir?

Fyrri aukaspurning:

Hvað nefnist hljóðfærið sem karlinn lengst til vinstri er að spila á?

Og svo fæst stórsveitarstig fyrir að vita hvað karlinn heitir!

***

Aðalspurningar:

1.  Karlmaður sem ber nafnið Nguyễn — frá hvaða landi er lang líklegast að hann komi?

2.  Við hvað fæst Gordon Ramsey fyrst og fremst?

3.  En Franz Kafka, hvað var hans aðal?

4.  Caligula var vitfirrtur nokkuð, en réði þó ríkjum ... hvar?

5.  Hvað er stærsta landið í Vestur-Evrópu?

6.  Hvað heitir konungur Spánar?

7.  Hvaða þingmaður á Alþingi Íslands hefur gefið út flestar hljómplötur?

8.  Einn mektarkarl Gyðinga sem Biblían kann frá að greina átti 700 eiginkonur sem allar voru af göfugu ætterni (þar á meðal ein dóttir faraós) og svo átti hann 300 konur af lægri stigum. Hvaða karl var svo vel kvæntur?

9.  Í hvaða ríki tíðkaðist í þúsund ár að binda fætur ungra hefðarmeyja svo þeir urðu smáir og samanbeyglaðir, því þannig þóttu þeir fagrir og líkjast lótusblómum?

10.  The Seven Year Itch hét bandarísk gamanmynd sem Billy Wilder leikstýrði og Marilyn Monroe lék aðalhlutverkið í. Þetta þótti skemmtileg mynd en aðalástæðan fyrir því að hún hefur ekki gleymst er ein örstutt sena sem allir hafa að minnsta kosti séð ljósmyndir af. Hvað gerist í þeirri stuttu senu?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir kona þessi?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Víetnam.

2.  Hann er kokkur.

3.  Ritstörf.

4.  Rómaveldi.

5.  Frakkland.

6.  Filippus eða Felipe. Hann er númer 6 en enginn þarf að vita það.

7.  Jakob Frímann.

8.  Salómon konungur.

9.  Kína.

10.  Blástur úr loftræstingu í gangstétt blæs upp pilsi persónunnar sem Marilyn Monroe leikur.

Úbs!!

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Benny Goodman að spila á klarinettið sitt.

Á neðri myndinni er ofurfyrirsætan Claudia Schiffer.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár