„Ég er vægast sagt harmi slegin eftir að hafa séð yfirlýsinguna frá framboðskonum Flokks fólksins á Akureyri. Sú framkoma sem þar er lýst er með slíkum ólíkindum að ég er gjörsamlega miður mín,“ skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, á Facebook. Fyrr í dag sendu þrjár konur í forystu flokksins á Akureyri frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa óviðunandi framkomu í sinn garð af hálfu annarra flokksmanna.
Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður flokksins, birti í morgun tilkynningu þess efnis að hann hefði kallað eftir að stjórn flokksins myndi funda um málið. Ekki hefur náðst samband við Ingu né Guðmund Inga síðan sú tilkynning birtist. Nú hefur Inga hins vegar staðfest, á Facebook, að fundur hefur verið kallaður saman.
„Ég hef formlega kallað til fundar aðalstjórnar Flokks fólksins og munum við taka á málinu fumlaust …
Athugasemdir