„Á trúnaðarfundum flokksins vorum við sagðar of vitlausar eða jafnvel geðveikar til að vera marktækar. Sumar okkar máttu sæta kynferðislegu áreiti og virkilega óviðeigandi framkomu til viðbótar við að vera ekki starfinu vaxnar og geðveikar,“ segir í yfirlýsingu sem þrjár konur í forystu Flokks fólksins á Akureyri hafa sent frá sér.
Þetta eru Málfríður Þórðardóttir, varabæjarfulltrúi flokksins, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester. Þær skipuðu annað, fjórða og fimmta sæti framboðslista flokksins fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, þar sem flokkurinn fékk 12 prósenta fylgi.
Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður flokksins og þingmaður, tilkynnti í morgun á Facebook-síðu sinni að hann hefði kallað eftir fundi í stjórn flokksins til að ræða ítrekaðar tilkynningar um að kvenleiðtogar flokksins á Akureyri hefði mátt sæta ótrúlega niðrandi og fyrirlitlegri framkomu í sinn garð. Hann gaf ekkert upp um hverjir ættu í …
Athugasemdir