Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

935. spurningaþraut: Ekki þörf á hárnákvæmu svari, aldrei þessu vant

935. spurningaþraut: Ekki þörf á hárnákvæmu svari, aldrei þessu vant

Fyrri aukaspurning:

Skjáskot úr hvaða kvikmynd má sjá hér að ofan? Aldrei þessu vant þarf svarið EKKI að vera hárnákvæmt.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða persóna er frægust fyrir að baða sig bókstaflega í peningum?

2.  Hvaða sjúkdómur herjaði verstur á Íslandi 1918?  

3.  Svokölluð utanþingsstjórn hefur einu sinni setið á fullveldistímanum frá 1918. Þá er ríkisstjórnin, eins og nafnið bendir til, skipuð fólki sem ekki á sæti á Alþingi. Hver skipaði þessa utanþingsstjórn — mjög í óþökk helstu stjórnmálaleiðtoga?

4.  Hún sat í tvö ár en hvernær var hún skipuð? Hér má muna tveim árum til eða frá!

5.  Pétur Guðmundsson var afreksmaður í ákveðinni íþrótt og 1981 náði hann merkum áfanga fyrstur Íslendinga þegar hann komst í ákveðna mjög eftirsótta keppni í sinni grein. Hvaða íþrótt stundaði Pétur?

6.  Í hvaða landi er borgin Zürich?

7.  Í hvaða landi starfaði byltingarmaðurinn Lev Trotskí?

8.  En í hvaða landi dó hann? 

9.  The White Lotus er vinsæl sjónvarpssería sem fjallar um ríkt fólk í fríi á ákveðnum stað og margvíslegar uppákomur þar. Á hvaða stað gerist fyrsta sería The White Lotus?

10.  Johann Friedrich Struensee hét þýskur læknir sem skaust fram í sviðsljósið í Danmörku í fáein ár á ofanverðri 18. öld. Hvers vegna?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir dýrið á myndinni?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Jóakim Aðalönd.

2.  Spænska veikin.

3.  Sveinn Björnsson.

4.  1942 — svo hér telst rétt 1940-1944.

5.  Körfubolta.

6.  Sviss.

7.  Rússlandi, Sovétríkjunum — hvorttveggja er rétt.

8.  Mexíkó.

9.  Havaí-eyjum.

10.  Hann varð ástmaður drottningar og fór með eiginleg völd í landinu í veikindum konungs. 

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er skjáskot úr Rocky IV, en Rocky dugar.

Dolph Lundgren og Sylvester Stallone í hlutverkum sínum sem boxarar í Rocky IV.

Á neðri myndinni er steinbítur. Myndin er af sjavarlif.is.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár