Fyrri aukaspurning:
Skjáskot úr hvaða kvikmynd má sjá hér að ofan? Aldrei þessu vant þarf svarið EKKI að vera hárnákvæmt.
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða persóna er frægust fyrir að baða sig bókstaflega í peningum?
2. Hvaða sjúkdómur herjaði verstur á Íslandi 1918?
3. Svokölluð utanþingsstjórn hefur einu sinni setið á fullveldistímanum frá 1918. Þá er ríkisstjórnin, eins og nafnið bendir til, skipuð fólki sem ekki á sæti á Alþingi. Hver skipaði þessa utanþingsstjórn — mjög í óþökk helstu stjórnmálaleiðtoga?
4. Hún sat í tvö ár en hvernær var hún skipuð? Hér má muna tveim árum til eða frá!
5. Pétur Guðmundsson var afreksmaður í ákveðinni íþrótt og 1981 náði hann merkum áfanga fyrstur Íslendinga þegar hann komst í ákveðna mjög eftirsótta keppni í sinni grein. Hvaða íþrótt stundaði Pétur?
6. Í hvaða landi er borgin Zürich?
7. Í hvaða landi starfaði byltingarmaðurinn Lev Trotskí?
8. En í hvaða landi dó hann?
9. The White Lotus er vinsæl sjónvarpssería sem fjallar um ríkt fólk í fríi á ákveðnum stað og margvíslegar uppákomur þar. Á hvaða stað gerist fyrsta sería The White Lotus?
10. Johann Friedrich Struensee hét þýskur læknir sem skaust fram í sviðsljósið í Danmörku í fáein ár á ofanverðri 18. öld. Hvers vegna?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heitir dýrið á myndinni?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Jóakim Aðalönd.
2. Spænska veikin.
3. Sveinn Björnsson.
4. 1942 — svo hér telst rétt 1940-1944.
5. Körfubolta.
6. Sviss.
7. Rússlandi, Sovétríkjunum — hvorttveggja er rétt.
8. Mexíkó.
9. Havaí-eyjum.
10. Hann varð ástmaður drottningar og fór með eiginleg völd í landinu í veikindum konungs.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er skjáskot úr Rocky IV, en Rocky dugar.
Á neðri myndinni er steinbítur. Myndin er af sjavarlif.is.
Athugasemdir