Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

935. spurningaþraut: Ekki þörf á hárnákvæmu svari, aldrei þessu vant

935. spurningaþraut: Ekki þörf á hárnákvæmu svari, aldrei þessu vant

Fyrri aukaspurning:

Skjáskot úr hvaða kvikmynd má sjá hér að ofan? Aldrei þessu vant þarf svarið EKKI að vera hárnákvæmt.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða persóna er frægust fyrir að baða sig bókstaflega í peningum?

2.  Hvaða sjúkdómur herjaði verstur á Íslandi 1918?  

3.  Svokölluð utanþingsstjórn hefur einu sinni setið á fullveldistímanum frá 1918. Þá er ríkisstjórnin, eins og nafnið bendir til, skipuð fólki sem ekki á sæti á Alþingi. Hver skipaði þessa utanþingsstjórn — mjög í óþökk helstu stjórnmálaleiðtoga?

4.  Hún sat í tvö ár en hvernær var hún skipuð? Hér má muna tveim árum til eða frá!

5.  Pétur Guðmundsson var afreksmaður í ákveðinni íþrótt og 1981 náði hann merkum áfanga fyrstur Íslendinga þegar hann komst í ákveðna mjög eftirsótta keppni í sinni grein. Hvaða íþrótt stundaði Pétur?

6.  Í hvaða landi er borgin Zürich?

7.  Í hvaða landi starfaði byltingarmaðurinn Lev Trotskí?

8.  En í hvaða landi dó hann? 

9.  The White Lotus er vinsæl sjónvarpssería sem fjallar um ríkt fólk í fríi á ákveðnum stað og margvíslegar uppákomur þar. Á hvaða stað gerist fyrsta sería The White Lotus?

10.  Johann Friedrich Struensee hét þýskur læknir sem skaust fram í sviðsljósið í Danmörku í fáein ár á ofanverðri 18. öld. Hvers vegna?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir dýrið á myndinni?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Jóakim Aðalönd.

2.  Spænska veikin.

3.  Sveinn Björnsson.

4.  1942 — svo hér telst rétt 1940-1944.

5.  Körfubolta.

6.  Sviss.

7.  Rússlandi, Sovétríkjunum — hvorttveggja er rétt.

8.  Mexíkó.

9.  Havaí-eyjum.

10.  Hann varð ástmaður drottningar og fór með eiginleg völd í landinu í veikindum konungs. 

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er skjáskot úr Rocky IV, en Rocky dugar.

Dolph Lundgren og Sylvester Stallone í hlutverkum sínum sem boxarar í Rocky IV.

Á neðri myndinni er steinbítur. Myndin er af sjavarlif.is.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneytið svarar fyrir sendiherraskipanir Bjarna
5
Fréttir

Ráðu­neyt­ið svar­ar fyr­ir sendi­herra­skip­an­ir Bjarna

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið hef­ur loks orð­ið við beiðni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar um upp­lýs­ing­ar um skip­an­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar á sendi­herr­um í Róm og Washingt­on D.C. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata og flutn­ings­mað­ur fyr­ir­spurn­ar­inn­ar í nefnd­inni, seg­ir svör ráðu­neyt­is­ins vera þunn­an þrett­ánda og sýni glöggt hversu hroð­virkn­is­lega hafi ver­ið unn­ið að skip­un­um ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
4
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár