Fyrri aukaspurning:
Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. „Og kýrnar leika við hvurn sinn fíngur.“ Hver samdi?
2. Í fornöld var uppi frægur herforingi sem Hannibal hét, erkióvinur Rómverja. Nafn hans er og verður ævinlega tengt einni tiltekinni herferð sem hann fór yfir fjöll nokkur. Hvaða fjöll?
3. Í því sambandi verður hann líka alltaf tengdur ákveðinni dýrategund. Hvaða dýrategund er það?
4. En í hvaða ríki eða borg var Hannibal þessi leiðtogi?
5. Hvaða krydd heitir á erlendum málum cinnamon?
6. Hver sendi frá sér skáldsöguna 101 Reykjavík árið 1996?
7. Árið 1955 olli kona nokkur þáttaskilum í réttindabaráttu svarta í Bandaríkjunum með því að neita standa upp fyrir hvítum manni í strætó. Hvað hét þessi kona?
8. Hvaða risafyrirtæki á samskiptaforritið WhatsApp?
9. Hvaða trúarbrögð eru útbreiddust í Litháen?
10. Við lok miðalda voru háir hælar mjög í tísku fyrir konur í Feneyjum og voru þeir allt að 30 sentímetra háir. Einum hópi kvenna var þó stranglega bannað að ganga í slíkum skóm. Hvaða hópur var það?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heitir höllin á myndinni hér að neðan?
***
Aðalspurningar, svör:
1. Halldór Laxness.
2. Alpafjöll.
3. Fílar — sem hann hafði með sér í herferðinni yfir fjöllin.
4. Karþagó.
5. Kanill.
6. Hallgrímur Helgason.
7. Rosa Parks.
8. Facebook, Meta. Hvorttveggja telst rétt.
9. Kaþólska.
10. Barnshafandi konum. Ekki mátti taka þá áhættu að þær dyttu í þessum afar háum skóm.
***
Svör við aukaspurningum:
Skjáskotið er úr kvikmyndinni Schindler's List.
Höllin heitir Westminster.
Athugasemdir