Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

929. spurningaþraut: Leika kýrnar við hvern sinn fingur?

929. spurningaþraut: Leika kýrnar við hvern sinn fingur?

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  „Og kýrnar leika við hvurn sinn fíngur.“ Hver samdi?

2.  Í fornöld var uppi frægur herforingi sem Hannibal hét, erkióvinur Rómverja. Nafn hans er og verður ævinlega tengt einni tiltekinni herferð sem hann fór yfir fjöll nokkur. Hvaða fjöll?

3.  Í því sambandi verður hann líka alltaf tengdur ákveðinni dýrategund. Hvaða dýrategund er það?

4.  En í hvaða ríki eða borg var Hannibal þessi leiðtogi?

5.  Hvaða krydd heitir á erlendum málum cinnamon?  

6.  Hver sendi frá sér skáldsöguna 101 Reykjavík árið 1996?

7.  Árið 1955 olli kona nokkur þáttaskilum í réttindabaráttu svarta í Bandaríkjunum með því að neita standa upp fyrir hvítum manni í strætó. Hvað hét þessi kona?

8.  Hvaða risafyrirtæki á samskiptaforritið WhatsApp?

9.  Hvaða trúarbrögð eru útbreiddust í Litháen?

10.  Við lok miðalda voru háir hælar mjög í tísku fyrir konur í Feneyjum og voru þeir allt að 30 sentímetra háir. Einum hópi kvenna var þó stranglega bannað að ganga í slíkum skóm. Hvaða hópur var það? 

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir höllin á myndinni hér að neðan?

***

Aðalspurningar, svör:

1.  Halldór Laxness.

2.  Alpafjöll. 

3.  Fílar — sem hann hafði með sér í herferðinni yfir fjöllin.

4.  Karþagó.

5.  Kanill.

6.  Hallgrímur Helgason.

7.  Rosa Parks. 

8.  Facebook, Meta. Hvorttveggja telst rétt.

9.  Kaþólska.

10.  Barnshafandi konum. Ekki mátti taka þá áhættu að þær dyttu í þessum afar háum skóm.

***

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið er úr kvikmyndinni Schindler's List.

Höllin heitir Westminster.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár