Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

926. spurningaþraut: Fjölmennasta ríki fyrrum Júgóslavíu?

926. spurningaþraut: Fjölmennasta ríki fyrrum Júgóslavíu?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða kona er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Sjálfstæðisflokkurinn á stærsta þingflokk nú um stundir. En hvaða þingflokkur er næststærstur?

2.  Minecraft er fyrirbæri sem kom til sögunnar 2009. Hvað er það?

3.  Hvaða menningarríki byggði borgina Maccu Picchu?

4.  Karlsvagninn heitir stjörnumerki á himni sem margir þekkja. Í raun er Karlsvagninn þó bara hluti af öðru og stærra stjörnumerki. Hvað heitir það?

5.  En hvaða stjörnumerki er annars í gildi í dýrahring stjörnuspekinnar akkúrat núna? 

6.  Hvenær var uppi sú dýrategund sem var síðasti sameiginlegi forfaðir manns og simpansa? Var að fyrir 40-60 milljónum ára — 4-6 milljónum ára — fyrir 400-600 þúsund árum — eða fyrir 40-60 þúsund árum?

7.  Ríkið Júgóslavía tók að leysast upp 1991. Hversu mörg sjálfstæð ríki eru nú til sem áður tilheyrðu Júgóslavíu? Engin skekkjumörk eru gefin.

8.  Og hvað skyldi vera fjölmennast af þessum fyrrverandi Júgóslavíuríkum?

9.  En hvaða ríki er á hinn bóginn fámennast þeirra?

10.  Og hvað heitir skaginn sem Júgóslavíuríkin (og fleiri lönd) eru á?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Framsóknarflokksins.

2.  Tölvuleikur.

3.  Inkar.

4.  Stóri björninn.

5.  Sporðdrekinn.

6.  4-6 milljónum ára.

7.  Sjö. Ekki þarf að hafa nöfnin rétt en þau eru Slóvenía, Króatía, Serbía, Bosnía & Hersegóvína, Norður-Makedónía, Kósóvó, Svartfjallaland. Ekki hafa enn öll ríki heims viðurkennt Kósóvó en hér er það vitaskuld talið meðal sjálfstæðra ríkja.

8.  Serbía er fjölmennasta ríkið.

9.  Svartfjallaland er það fámennasta.

10.  Balkanskagi.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er flugkappinn Amelia Earhart.

Skjáskotið á neðri myndinni er úr tölvuleiknum Pacman.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár