Fyrri aukaspurning:
Hvaða íslenska stöðuvatn má sjá á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hver er höfundur leikritsins Síðustu dagar Sæunnar?
2. Í nóvember 1918 lét Friedrich Wilhelm Viktor Albert Hohenzollern af störfum sem ... sem hvað?
3. Hvar bjó sá maður síðan til æviloka?
4. Hver er besti vinur Mikka Músar?
5. Hvaða tungumál hér í heimi er notað sem opinbert tungumál í flestum löndum, alls 59 þegar síðast fréttist?
6. Dingo nefnist dýr eitt. Hvernig dýr er það?
7. Í hvaða landi var Makbeð kóngur?
8. En í hvaða landi var Hamlet prins?
9. Molotov-kokkteill er, eins og allir vita, heimatilbúin bensínsprengja. Hver var sá Molotov, sem kokkteillinn var kenndur við?
10. En í hvaða stríðsátökum var fyrst talað um Molotov-kokkteil? Hér þarf svarið að vera nákvæmt.
***
Seinni aukaspurning:
Hver er konan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Matthías Tryggvi.
2. Keisari Þýskalands, yfirleitt kallaður Vilhjálmur 2.
3. Hollandi.
4. Guffi.
5. Enska.
6. Hundur.
7. Skotlandi.
8. Danmörku.
9. Utanríkisráðherra Sovétríkjanna.
10. Í finnska vetrarstríðinu 1939-1940. Ekki dugar að nefna síðari heimsstyrjöldina.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Kleifarvatn.
Á neðri myndinni er Marta María ritstjóri Smartlandsins á Morgunblaðinu.
Athugasemdir