Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

925. spurningaþraut: Friedrich Wilhelm Viktor Albert Hohenzollern er hættur að vinna

925. spurningaþraut: Friedrich Wilhelm Viktor Albert Hohenzollern er hættur að vinna

Fyrri aukaspurning:

Hvaða íslenska stöðuvatn má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er höfundur leikritsins Síðustu dagar Sæunnar?

2.  Í nóvember 1918 lét Friedrich Wilhelm Viktor Albert Hohenzollern af störfum sem ... sem hvað?

3.  Hvar bjó sá maður síðan til æviloka?  

4.  Hver er besti vinur Mikka Músar?

5.  Hvaða tungumál hér í heimi er notað sem opinbert tungumál í flestum löndum, alls 59 þegar síðast fréttist?

6.  Dingo nefnist dýr eitt. Hvernig dýr er það?

7.  Í hvaða landi var Makbeð kóngur?

8.  En í hvaða landi var Hamlet prins?

9.  Molotov-kokkteill er, eins og allir vita, heimatilbúin bensínsprengja. Hver var sá Molotov, sem kokkteillinn var kenndur við?

10.  En í hvaða stríðsátökum var fyrst talað um Molotov-kokkteil? Hér þarf svarið að vera nákvæmt.

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Matthías Tryggvi.

2.  Keisari Þýskalands, yfirleitt kallaður Vilhjálmur 2.

3.  Hollandi.

4.  Guffi.

5.  Enska.

6.  Hundur.

7.  Skotlandi.

8.  Danmörku.

9.  Utanríkisráðherra Sovétríkjanna.

10.  Í finnska vetrarstríðinu 1939-1940. Ekki dugar að nefna síðari heimsstyrjöldina.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Kleifarvatn.

Á neðri myndinni er Marta María ritstjóri Smartlandsins á Morgunblaðinu.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár