Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

923. spurningaþraut: Nýr einstaklingur vex af gömlum armi

923. spurningaþraut: Nýr einstaklingur vex af gömlum armi

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá sjónvarpsstjörnu eina mikla frá Bandaríkjunum. Hvað heitir hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Ný bók Arnaldar Indriðasonar er nú að koma út. Áður en Arnaldur gerðist rithöfundur í fullu starfi var hann blaðamaður og var einkum kunnur sem gagnrýnandi ... arkitektúrs eða bílaíþrótta eða kvikmynda eða ljóða eða málaralistar eða rokktónlistar?

2.  Hvaða íslenskur flugmaður var kunnur fyrir að eiga flugvél með einkennisstafina TF-FRÚ?

3.  E=mc2. Hver mun hafa fattað upp á þessu fyrst eða fyrstur?

4.  Hvað þýðir E-ið í þessari jöfnu?

5.  Hver var vinsælasta sjónvarpsserían sem tekin var upp hér á landi — að svolitlum parti til — á síðasta áratug?

6.  Árið 1996 varð stutt en allmikið eldgos á ákveðnum stað og hlóðst upp á skömmum tíma svolítið fjall sem fékk nafnið Gjálp. Hvar er þetta fjall?

7.  Hvað heitir einkadóttir Elísabetar heitinnar Bretadrottningar?

8.  Eitt er það dýr af ættinni Asteroidea, sem getur í sumum tilfellum fjölgað sér þannig að hluti af einum armi dettur af og þroskast í annan einstakling. Dýrið fjölgar sér þó líka með öðrum og öllu venjulegri hætti. En hvaða dýr er það sem hefur (sumar tegundir!) þessa sérkennilegu arma? 

9.  Eitt af stórmótum karlafótboltans var haldið á sínum tíma í Úkraínu — og reyndar í Póllandi líka. Hvaða mót var það? Ártal verður að vera rétt, náttúrlega.

10.  Annað stórmót hefur verið haldið í Rússlandi. Og það var ... hvaða mót?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá skjáskot úr íslenskri sjónvarpsseríu frá því fyrir þrem árum. Hvað heitir serían?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kvikmynda.

2.  Ómar Ragnarsson.

3.  Einstein.

4.  Orka.

5.  Game of Thrones, Krúnuleikar.

6.  Undir Vatnajökli.

7.  Anna.

8.  Krossfiskar.

9.  Evrópumeistaramót karla 2012.

10.  Heimsmeistaramótið 2018.

***

Svör við aukaspurningum:

Konann á efri myndinni heitir Ellen DeGeneres.

Serían sem skjáskotið var úr er Pabbahelgar.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár