Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

922. spurningaþraut: „Og leiðin liggur ekki heim“ — fyrr en þá eftir tíu ár

922. spurningaþraut: „Og leiðin liggur ekki heim“ — fyrr en þá eftir tíu ár

Fyrri aukaspurning:

Hver er þessi ábúðarmikli leikhúsmaður?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Botsvana?

2.  Hver var í tíu ár á leið heim til sín úr Trójustríðinu?

3.  Hvaða hvalur heitir á mörgum málum orca?

4.  Hver er formaður Framsóknarflokksins?

5.  Leikarinn góðkunni Gísli Rúnar Jónsson lék fremur lítið en mikilvægt hlutverk í gamanmyndinni vinsælu Stella í orlofi. Hvern lék hann?

6.  Þingmaður Samfylkingar er nú fyrsti varaforseti Alþingis. Hvað heitir hún?

7.  Í gríðarlega vinsælli bandarískri sjónvarpsseríu fær efnafræðikennari einn þær fréttir að hann sé dauðvona af krabbameini. Hann grípur þá til óvenjulegs ráðs til að tryggja fjárhagslegt öryggi fjölskyldu sinnar. Hvað fer hann að gera?

8.  En hvað heitir serían?

9.  Hvað er marsvín?

10.  Hverrar þjóðar var Ernesto Guevara, kallaður Che?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað kölluðu þær sig, þessar?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Afríku.

2.  Ódysseifur.

3.  Háhyrningur.

4.  Sigurður Ingi.

5.  Flugstjórann.

6.  Oddný Harðardóttir.

7.  Sjóða saman og selja eiturlyf.

8.  Breaking Bad.

9.  Hvalategund. Einnig gef ég rétt fyrir naggrís.

10.  Argentínskur.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er leikskáldið Ibsen frá Noregi.

Á neðri myndinni er Eurovision söngdúóið Bobbysocks — líka frá Noregi.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár