Fyrri aukaspurning:
Hver er þessi ábúðarmikli leikhúsmaður?
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða heimsálfu er ríkið Botsvana?
2. Hver var í tíu ár á leið heim til sín úr Trójustríðinu?
3. Hvaða hvalur heitir á mörgum málum orca?
4. Hver er formaður Framsóknarflokksins?
5. Leikarinn góðkunni Gísli Rúnar Jónsson lék fremur lítið en mikilvægt hlutverk í gamanmyndinni vinsælu Stella í orlofi. Hvern lék hann?
6. Þingmaður Samfylkingar er nú fyrsti varaforseti Alþingis. Hvað heitir hún?
7. Í gríðarlega vinsælli bandarískri sjónvarpsseríu fær efnafræðikennari einn þær fréttir að hann sé dauðvona af krabbameini. Hann grípur þá til óvenjulegs ráðs til að tryggja fjárhagslegt öryggi fjölskyldu sinnar. Hvað fer hann að gera?
8. En hvað heitir serían?
9. Hvað er marsvín?
10. Hverrar þjóðar var Ernesto Guevara, kallaður Che?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað kölluðu þær sig, þessar?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Afríku.
2. Ódysseifur.
3. Háhyrningur.
4. Sigurður Ingi.
5. Flugstjórann.
6. Oddný Harðardóttir.
7. Sjóða saman og selja eiturlyf.
8. Breaking Bad.
9. Hvalategund. Einnig gef ég rétt fyrir naggrís.
10. Argentínskur.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er leikskáldið Ibsen frá Noregi.
Á neðri myndinni er Eurovision söngdúóið Bobbysocks — líka frá Noregi.
Athugasemdir