Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

921. spurningaþraut: Hvaða fjöll í Evrópu hækka mest?

921. spurningaþraut: Hvaða fjöll í Evrópu hækka mest?

Fyrri aukaspurning:

Myndin hér að ofan er kölluð Fæðing ... ja, fæðingar hverrar eða hvers?

Svo fæst Renisans-stig fyrir að muna nafn málarans.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað er „svarta mamba“?

2.  Hver er stærsti, já langstærsti kirtill mannslíkamans?

3.  Við hvaða íþrótt á skammstöfunin NBA?

4.  Árið 1991 fannst í Ötztal-Ölpunum í Austurríki lík manns sem bersýnilega hafði verið myrtur með bogaskoti. Enginn veit hver myrti hann, né hver hann var í raun og veru, þótt líkið hafi verið vel varðveitt og síðan rannsakað í þaula. Líkið er því yfirleitt kallað Ötzi í höfuðið á fjöllunum þar sem maðurinn fannst. En hvað þykir merkilegast við þennan líkfund?

5.  Hver lék aðalkarlhlutverkið í fyrstu tveimur Terminator-myndunum?

6.  Í hvaða landi er borgin Vancouver?

7.  Kristrún Frostadóttir er nú tekin við sem formaður Samfylkingarinnar. Áður en hún fór út í pólitík starfaði hún í banka. Hvaða banka?

8.  Hvaða fjallgarður í Evrópu mun hækka mest næstu 100 árin? Eru það Alpafjöllin — Appenínafjöllin — Karpatafjöllin — eða Skandinavíufjöllin? 

9. Hvernig er blóð kolkrabba á litinn?

10.  The Musalman heitir elsta og sennilega eina handskrifaða dagblaðið sem gefið er út í heiminum. Það er blessunarlega ekki nema fjórar síður en skrautritarar skrifa það vandlega upp á hverjum degi og svo er það fjölritað og prentað og dreift á kvöldin. Í hvaða landi er The Musalman gefið út?

***

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Eiturslanga.

2.  Lifrin.

3.  Körfubolta. NBA er bandaríska körfuboltadeildin í karlaflokki.

4.  Líkið er mörg þúsund ára gamalt.

5.  Arnold Schwarzenegger.

6.  Kanada.

7.  Kviku.

8.  Skandinavíufjöllin á mótum Svíþjóðar og Noregs. Þau eru enn að hækka eftir að álagi vegna burthorfinna ísaldarjökla létti fyrir 10 þúsund árum. Hækkunin er að vísu innan við sentimetri á ári, en næstu 10 þúsund árin gætu þau hækkað um 400 metra.

9.  Blátt.

10.  Á Indlandi.

***

Svör við aukaspurningum:

Málverkið nefnist Fæðing Venusar, og málarinn hét Botticelli.

Skjáskotið hið neðra er úr Nútímanum eða Modern Times. Leikstóri og aðalleikari var Chaplin.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár