Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

921. spurningaþraut: Hvaða fjöll í Evrópu hækka mest?

921. spurningaþraut: Hvaða fjöll í Evrópu hækka mest?

Fyrri aukaspurning:

Myndin hér að ofan er kölluð Fæðing ... ja, fæðingar hverrar eða hvers?

Svo fæst Renisans-stig fyrir að muna nafn málarans.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað er „svarta mamba“?

2.  Hver er stærsti, já langstærsti kirtill mannslíkamans?

3.  Við hvaða íþrótt á skammstöfunin NBA?

4.  Árið 1991 fannst í Ötztal-Ölpunum í Austurríki lík manns sem bersýnilega hafði verið myrtur með bogaskoti. Enginn veit hver myrti hann, né hver hann var í raun og veru, þótt líkið hafi verið vel varðveitt og síðan rannsakað í þaula. Líkið er því yfirleitt kallað Ötzi í höfuðið á fjöllunum þar sem maðurinn fannst. En hvað þykir merkilegast við þennan líkfund?

5.  Hver lék aðalkarlhlutverkið í fyrstu tveimur Terminator-myndunum?

6.  Í hvaða landi er borgin Vancouver?

7.  Kristrún Frostadóttir er nú tekin við sem formaður Samfylkingarinnar. Áður en hún fór út í pólitík starfaði hún í banka. Hvaða banka?

8.  Hvaða fjallgarður í Evrópu mun hækka mest næstu 100 árin? Eru það Alpafjöllin — Appenínafjöllin — Karpatafjöllin — eða Skandinavíufjöllin? 

9. Hvernig er blóð kolkrabba á litinn?

10.  The Musalman heitir elsta og sennilega eina handskrifaða dagblaðið sem gefið er út í heiminum. Það er blessunarlega ekki nema fjórar síður en skrautritarar skrifa það vandlega upp á hverjum degi og svo er það fjölritað og prentað og dreift á kvöldin. Í hvaða landi er The Musalman gefið út?

***

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Eiturslanga.

2.  Lifrin.

3.  Körfubolta. NBA er bandaríska körfuboltadeildin í karlaflokki.

4.  Líkið er mörg þúsund ára gamalt.

5.  Arnold Schwarzenegger.

6.  Kanada.

7.  Kviku.

8.  Skandinavíufjöllin á mótum Svíþjóðar og Noregs. Þau eru enn að hækka eftir að álagi vegna burthorfinna ísaldarjökla létti fyrir 10 þúsund árum. Hækkunin er að vísu innan við sentimetri á ári, en næstu 10 þúsund árin gætu þau hækkað um 400 metra.

9.  Blátt.

10.  Á Indlandi.

***

Svör við aukaspurningum:

Málverkið nefnist Fæðing Venusar, og málarinn hét Botticelli.

Skjáskotið hið neðra er úr Nútímanum eða Modern Times. Leikstóri og aðalleikari var Chaplin.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár