Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

921. spurningaþraut: Hvaða fjöll í Evrópu hækka mest?

921. spurningaþraut: Hvaða fjöll í Evrópu hækka mest?

Fyrri aukaspurning:

Myndin hér að ofan er kölluð Fæðing ... ja, fæðingar hverrar eða hvers?

Svo fæst Renisans-stig fyrir að muna nafn málarans.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað er „svarta mamba“?

2.  Hver er stærsti, já langstærsti kirtill mannslíkamans?

3.  Við hvaða íþrótt á skammstöfunin NBA?

4.  Árið 1991 fannst í Ötztal-Ölpunum í Austurríki lík manns sem bersýnilega hafði verið myrtur með bogaskoti. Enginn veit hver myrti hann, né hver hann var í raun og veru, þótt líkið hafi verið vel varðveitt og síðan rannsakað í þaula. Líkið er því yfirleitt kallað Ötzi í höfuðið á fjöllunum þar sem maðurinn fannst. En hvað þykir merkilegast við þennan líkfund?

5.  Hver lék aðalkarlhlutverkið í fyrstu tveimur Terminator-myndunum?

6.  Í hvaða landi er borgin Vancouver?

7.  Kristrún Frostadóttir er nú tekin við sem formaður Samfylkingarinnar. Áður en hún fór út í pólitík starfaði hún í banka. Hvaða banka?

8.  Hvaða fjallgarður í Evrópu mun hækka mest næstu 100 árin? Eru það Alpafjöllin — Appenínafjöllin — Karpatafjöllin — eða Skandinavíufjöllin? 

9. Hvernig er blóð kolkrabba á litinn?

10.  The Musalman heitir elsta og sennilega eina handskrifaða dagblaðið sem gefið er út í heiminum. Það er blessunarlega ekki nema fjórar síður en skrautritarar skrifa það vandlega upp á hverjum degi og svo er það fjölritað og prentað og dreift á kvöldin. Í hvaða landi er The Musalman gefið út?

***

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Eiturslanga.

2.  Lifrin.

3.  Körfubolta. NBA er bandaríska körfuboltadeildin í karlaflokki.

4.  Líkið er mörg þúsund ára gamalt.

5.  Arnold Schwarzenegger.

6.  Kanada.

7.  Kviku.

8.  Skandinavíufjöllin á mótum Svíþjóðar og Noregs. Þau eru enn að hækka eftir að álagi vegna burthorfinna ísaldarjökla létti fyrir 10 þúsund árum. Hækkunin er að vísu innan við sentimetri á ári, en næstu 10 þúsund árin gætu þau hækkað um 400 metra.

9.  Blátt.

10.  Á Indlandi.

***

Svör við aukaspurningum:

Málverkið nefnist Fæðing Venusar, og málarinn hét Botticelli.

Skjáskotið hið neðra er úr Nútímanum eða Modern Times. Leikstóri og aðalleikari var Chaplin.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár