Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

920. spurningaþraut: Hvar er skáklistin upprunnin, og fleira!

920. spurningaþraut: Hvar er skáklistin upprunnin, og fleira!

Þemaþrautin snýst um skák.

Fyrri aukaspurning:

Hvaða baráttuglaða skákmann má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Árið 2020 var frumsýnd bandarísk sjónvarpssería sem fjallaði um unga stúlku sem reynist gædd miklum skákhæfileikum. Serían sló í gegn og jók mjög áhuga á skák. Hvað kallaðist þessi sería?

2.  Hver er öflugasti taflmaðurinn á skákborðinu?

3.  Hvað hét fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák?

4.  Hvar í Reykjavík fór heimsmeistaraeinvígið í skák fram sumarið 1972?

5.  Margir listamenn hafa haft mikinn áhuga á skák. Rithöfundur, sem fékk m.a.s. Nóbelsverðlaunin 1969, birti í einni skáldsögu sinni frá 1938 skák sem tvær persónur hans, Murphy og Ender, tefldu og er óhætt að segja að sú skák hafi verið ansi óvenjuleg, og er þá vægt til orða tekið. Hvaða höfundur var þetta? 

6.  Á árunum 1984-1990 háðu tveir sovéskir skákmenn fimm heimsmeistaraeinvígi sín á milli. Hvað hétu þeir báðir?

7.  Frá hvaða landi er núverandi heimsmeistari í skák, Carlsen að nafni?

8.  Fjórmenningaklíkan var orð sem gjarnan var notað um fjóra öfluga íslenska skákmenn sem komu fram upp úr 1980. Þeir voru Helgi Ólafsson, Margeir Pétursson, Jóhann Hjartarson og ... hver?

9.  Hvaða þjóð á flesta stórmeistara í skák?

10.  Þótt margt sé á huldu um uppruna skáklistarinnar eru flestir fræðimenn á því að hún sé runnin frá leik sem þróaðist fyrir 1.500 á tilteknu svæði og nefndist Chaturanga. En á hvaða svæði?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er hér við taflborðið, öflugust kvenna í langan tíma?

*** 

Svör við aðalspurningum:

1.  Queen's Gambit, Drottningarbragð.

2.  Drottningin.

3.  Friðrik Ólafsson.

4.  Í Laugardalshöllinni.

5.  Beckett.

6.  Karpov og Kasparov.

7.  Noregi.

8.  Jón L. Árnason.

9.  Rússar.

10.  Indlandi.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Victor Korchnoi.

Á neðri myndinni er Judit Polgar.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár