Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

919. spurningaþraut: „Djúpur er minn hugur eins og hafið ...“

919. spurningaþraut: „Djúpur er minn hugur eins og hafið ...“

Fyrri aukaspurning:

Hvað er á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  „Djúpur er minn hugur eins og hafið; / gat samt aldrei hugsað mig til þín. / Sátum föst í sama hugarfari, / sem byrgði okkur sýn, ástin mín ...“ Hvað heitir það lag sem byrjar svo?

2.  Og hver samdi það og flutti?

3.  Nær allar munka- og nunnureglur kenna sig við upphafsmann sinn eða -konu. Ein regla kennir sig þó við fjall og svo vill til að eitt klaustra hennar er á Íslandi. Hvað heitir þessi regla?

4.  Og hvar á Íslandi er klaustur hennar?

5.  Hvaða villt spendýr verða flestum mönnum að bana í Afríku?

6.  Franz Jósef var keisari í ríki einu ansi lengi, eða frá 1848 til 1916. Hvaða ríki? Þeir sem þekkja eftirmann hans með nafni fá sérstakt keisarastig!

7.  En hvaða landi tilheyrir Franz Jósef-land?

8.  Hvaða Nóbelshöfundur skrifaði skáldsögurnar Útlendinginn, Pláguna og Fallið?

9.  Í hvaða borg í Norður-Ameríku er Frelsisstyttan?

10.  Hvaða land í Evrópu er oft kallað Helvetia þar um slóðir?

***

Seinni aukaspurning:

Hér eru systur tvær. Hvað heitir pabbi þeirra? Svo er systrastig fyrir að muna hvað þær báðar heita!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hafið er svart. Sjá og heyra má lagið hér.

2.  Jónas Sig.

3.  Karmel.

4.  Hafnarfirði.

5.  Flóðhestar.

6.  Austurríki, Austurríki-Ungverjalandi, Habsborgararíkinu — þetta er allt rétt. Eftirmaður hans hét Karl.

7.  Rússlandi.

8.  Albert Camus.

9.  New York.

10. Sviss.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er marglytta.

Á neðri myndinni eru systurnar Eugenie og Beatrice Andrésdætur hertoga.

Andrés og dætur hans.
Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár