Fyrri aukaspurning:
Úr hvaða bíómynd — eða kannski bálki — er skjáskotið hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hvernig voru gulrætur upprunalega á litinn áður en þær voru kynbættar?
2. Í hvaða landi var Ramesses konungur?
3. Hversu langar er hringvegurinn íslenski? Er hann 721 kílómetri — 1.021 kílómetri — eða 1.321 kílómetri?
4. Davíð verðandi konungur Ísraels vakti fyrst á sér athygli þegar hann felldi risa einn úr hópi andstæðinga Ísraelsmanna. Hvað hét risinn?
5. En af hvaða þjóð var risinn sá?
6. Hver var kallaður sólarkonungurinn?
7. Árið 1983 varð uppi fótur og fit þegar nokkur blöð á Vesturlöndum hófu útgáfu á stórmerkilegum dagbókum frægs manns. Fljótlega kom þó í ljós að dagbækurnar voru falsaðar. Hver átti að hafa skrifað þær?
8. Hvað köllum við Scrooge McDuck?
9. Hvað nefnist sá matur sem framleiddur hefur verið og matbúinn samkvæmt ströngustu reglum Gyðinga?
10. En hvað kallast svipaðar reglur múslima?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heitir þessi rithöfundur?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Fjólubláar. Ég held samt ég verði að gefa rétt fyrir „svart“ líka.
2. Egiftalandi.
3. 1.321.
4. Golíat.
5. Filistei.
6. Loðvík 14.
7. Hitler.
8. Jóakim Aðalönd.
9. Kosher.
10. Halal.
***
Svör við aukaspurningum:
Efri myndin er úr Hringadróttinssögu, Lord of the Rings.
Neðri myndin er af Kamillu Einarsdóttur rithöfundir.
Athugasemdir