Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

917. spurningaþraut: Gulrætur, hringvegur, nokkrir kóngar, ójá

917. spurningaþraut: Gulrætur, hringvegur, nokkrir kóngar, ójá

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða bíómynd — eða kannski bálki — er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvernig voru gulrætur upprunalega á litinn áður en þær voru kynbættar?

2.  Í hvaða landi var Ramesses konungur?

3.  Hversu langar er hringvegurinn íslenski? Er hann 721 kílómetri — 1.021 kílómetri — eða 1.321 kílómetri?

4.  Davíð verðandi konungur Ísraels vakti fyrst á sér athygli þegar hann felldi risa einn úr hópi andstæðinga Ísraelsmanna. Hvað hét risinn?

5.  En af hvaða þjóð var risinn sá?

6.  Hver var kallaður sólarkonungurinn?

7.  Árið 1983 varð uppi fótur og fit þegar nokkur blöð á Vesturlöndum hófu útgáfu á stórmerkilegum dagbókum frægs manns. Fljótlega kom þó í ljós að dagbækurnar voru falsaðar. Hver átti að hafa skrifað þær?

8.  Hvað köllum við Scrooge McDuck?

9.  Hvað nefnist sá matur sem framleiddur hefur verið og matbúinn samkvæmt ströngustu reglum Gyðinga?

10.  En hvað kallast svipaðar reglur múslima?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir þessi rithöfundur?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Fjólubláar. Ég held samt ég verði að gefa rétt fyrir „svart“ líka.

2.  Egiftalandi.

3.  1.321.

4.  Golíat.

5.  Filistei.

6.  Loðvík 14.

7.  Hitler.

8.  Jóakim Aðalönd.

9.  Kosher.

10.  Halal.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er úr Hringadróttinssögu, Lord of the Rings.

Neðri myndin er af Kamillu Einarsdóttur rithöfundir.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár