Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Misstu allar eigur sínar í eldsvoða

„Öll föt barn­anna, öll leik­föng­in þeirra og rúm­in okk­ar allra eru að mestu far­in. Og allt hitt, allt í sóti,“ seg­ir Erna Krist­ín Brynj­ars­dótt­ir en hún, sam­býl­is­mað­ur henn­ar og tvö ung börn þeirra misstu all­ar eig­ur sín­ar þeg­ar kvikn­aði í íbúð sem þau búa í á Ás­brú í Reykja­nes­bæ í morg­un. Eng­in slys urðu á fólki.

Misstu allar eigur sínar í eldsvoða

Erna Kristín fór með börnin tvö sem eru tveggja og þriggja ára gömul í leikskólann klukkan níu í morgun. Hún kom aftur heim um tíu mínútum síðar. „Þá var slökkviliðið komin og löggan. Það hafði kviknað í íbúðinni. Ég sá mikinn reyk koma út úr svefnherbergisglugganum mínum,“  sagði Erna Kristín þegar Stundin náði tali af henni en hún var þá inni í íbúðinni að skoða vegsummerki og sendi þetta myndband:

 

Erna Kristín segir að allar eigur fjölskyldunnar séu ónýtar af völdum reyks, sóts og vatns. „Við vorum að leigja þessa íbúð en erum með heimilistryggingu sem dekkar einhvern hluta en við erum alslaus núna. Það er hræðilega óþægileg tilfinning,“ segir Erna Kristín.

Erna Kristín, Benedikt Hjalti Sveinsson, sambýlismaður hennar og börnin tvö fengu skjól hjá mömmu Ernu, ömmu barnanna, en hún býr í nágrenninu. „Mér skilst að það hafi kviknað í út frá eldavélinni. Það er allt ónýtt. Öll föt barnanna, öll leikföngin þeirra og rúmin okkar allra eru farin. Og allt hitt,“ segir Erna Kristín.  

Þakklát fyrir stuðninginnMargt fólk hefur boðist til að gefa börnum Ernu Kristínar og Benedikts, föt, leikföng og jafnvel húsgögn.

Erna Kristín segir að slökkvistarfið hafi gengið vel. Hún segist vera í áfalli en um leið afar þakklát öllu því fólki sem hefur haft  samband við fjölskylduna í dag.  „Þetta er fólk úr öllum áttum, ókunnugt fólk líka sem er búið að hafa samband við okkur og bjóðast til að gefa börnunum föt, leikföng og jafnvel húsgögn. Ég gæti ekki verið þakklátari,“ segir Erna Kristín.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
3
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
4
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár