Einkarekna grunn- og leikskólafyrirtækið Hjallastefnan greiddi tæplega 55 milljónir króna út úr félaginu til að kaupa hlutabréf framkvæmdastjórans Þórdísar Jónu Sigurðardóttur af henni þegar hún lét af störfum í fyrra. Frá þessu er greint í ársreikningi Hjallastefnunnar fyrir árið 2021. Þetta var gert með því að lækka hlutafé félagsins um sem nemur þessari upphæð og kaupa bréfin af eignarhaldsfélagi Þórdísar Jónu.
Tekið skal fram að slík ráðstöfun er fullkomlega lögleg og er stundum beitt til að greiða fé út úr félögum án þess að gera það með arðgreiðslum.
Hjallastefnan er fyrirtæki sem á og rekur 16 leikskóla og þrjá barnaskóla á Íslandi. Fyrirtækið er að hluta til fjármagnað með opinberu fé. Sveitarfélögin þar sem skólar Hjallastefnunnar starfa greiða peninga til fyrirtækisins með hverju barni. Við þessa opinberu fjármögnun bætast gjöld sem foreldrar barna í leikskólunum greiða.
Þórdís Jóna hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja í gegnum árin, meðal annars fjarskiptafyrirtækisins …
Athugasemdir