Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

891. spurningaþraut: Hver fékk starf sem Grigory Romanov sóttist eftir?

891. spurningaþraut: Hver fékk starf sem Grigory Romanov sóttist eftir?

Fyrri aukaspurning:

Um hverja fjallaði sú sjónvarpsþáttaröð þar sem þessi glaðlega sól birtist öðruhvoru?

***

Aðalspurningar:

1.  Arnold Schwarzenegger var um tíma ríkisstjóri í ... hvaða ríki Bandaríkjanna?

2.  En frá hvaða landi var hann upphaflega?

3.  Morðingi nokkur á að hafa sagt: „Nú eru sólarlitlir dagar, bræður“ þótt flennisólskin væri. Þótti það merki um hve dimmur væri hugur hans. Hvað hét hann?

4.  Í nágrenni við hvaða borg er Versalahöll?

5.  Hvað er suðumark vatns við venjulegar aðstæður?

6.  Í mars 1985 var Grigory nokkur Romanov meðal þeirra sem komu til mála í ákaflega ábyrgðarmikið starf, en keppinautur hans skaut honum ref fyrir rass og fékk starfið. Afleiðingin varð sú að Romanov féll í gleymskunnar dá en keppinautur hans fór með himinskautum næstu árin. Hvað hét þessi keppinautur?

7.  Charles Darwin fór á ofanverðri 19. öld í siglingu um heiminn. Hvað hét skipið sem hann sigldi á.

8.  Hvaða kenningu setti Darwin fram í lok siglingar sinnar?

9.  Hver skrifaði bókina Á Skipalóni sem hafði að geyma smásögur sem voru byggðar á æskuárum höfundar á ofanverðri 19. öld?

10.  Hvað heitir refurinn í Hálsaskógi?

***

Aukaspurning sú hin síðari:

Þessar tvær leikkonur léku aðalhlutverkin í leiksýningu sem Þjóðleikhúsið setti upp snemma árs eftir frægri skáldsagnaröð. Hvað hét sýningin?

Svo er lárviðarstig fyrir að hafa nöfnin á þeim báðum rétt!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kaliforníu.

2.  Austurríki.

3.  Axlar-Björn.

4.  París.

5.  100 gráður á Selsíus.

6.  Mikhaíl Gorbatsjev.

7.  Beagle.

8.  Þróunarkenninguna.

9.  Nonni, Jón Sveinsson.

10.  Mikki.

***

Aukaspurningasvörin!

Sólin á efri myndinni er úr þáttunum um Stubbana eða Teletubbies.

Leikkonurnar Unnur Ösp og Vigdís Hrefna léku í Framúrskarandi vinkonu.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Running Tide hafi hunsað og falið óhagstæð álit
4
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hafi huns­að og fal­ið óhag­stæð álit

Banda­rísk­ur laga­pró­fess­or sem sér­hæf­ir sig í lög­gjöf vegna kol­efn­is­förg­un­ar, og sat í svo­köll­uðu vís­inda­ráði Runn­ing Tide, seg­ir fyr­ir­tæk­ið hafa stung­ið áliti hans und­ir stól og síð­an lagt ráð­ið nið­ur. Fyr­ir­tæk­ið hafi með óá­byrgri fram­göngu sinni orð­ið til þess að nú standi til að end­ur­skoða al­þjóða­sam­ing um vernd­un hafs­ins. Seg­ir fyr­ir­tæk­ið aldrei hafa feng­ið leyfi eins og hér á landi, án ít­ar­legri skoð­un­ar og strangs eft­ir­lits.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara niðurlægð“
2
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Í hjólastól á Lækjartorgi: „Það kemur ekki til greina að halda kjafti“
8
FréttirFlóttamenn

Í hjóla­stól á Lækj­ar­torgi: „Það kem­ur ekki til greina að halda kjafti“

Þrátt fyr­ir há­vær mót­mæli Ís­lend­inga, inn­flytj­enda og fjöl­margra rétt­inda­sam­taka er enn á dag­skrá að vísa 11 ára göml­um palestínsk­um dreng með hrörn­un­ar­sjúk­dóm úr landi. Nú reyn­ir stuðn­ings­fólk hans nýja að­ferð til þess að ná eyr­um stjórn­valda, að setj­ast nið­ur fyr­ir dreng­inn í stað þess að standa upp fyr­ir hon­um.

Mest lesið í mánuðinum

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
6
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
7
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Tugir fyrirtækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi nýsköpunarmanna“
8
Greining

Tug­ir fyr­ir­tækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi ný­sköp­un­ar­manna“

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og Skatt­ur­inn hafa öll bent á að eft­ir­liti með út­greiðslu ný­sköp­un­ar­styrkja úr rík­is­sjóði, sem voru 1,3 millj­arð­ar króna fyr­ir nokkr­um ár­um en verða 24 millj­arð­ar króna ár­ið 2029, væri veru­lega ábóta­vant. Skatt­ur­inn hef­ur þeg­ar spar­að rík­is­sjóði 210 millj­ón­ir króna með því að gera gjalda­breyt­ing­ar hjá 27 að­il­um sem töldu fram ann­an kostn­að en ný­sköp­un til að fá styrki úr rík­is­sjóði. Einn starfs­mað­ur sinn­ir eft­ir­liti með mála­flokkn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár