Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

878. spurningaþraut: Coup de grace?

878. spurningaþraut: Coup de grace?

Fyrri aukaspurning:

Þetta er plakat víðfrægrar kvikmyndar sem er aðeins fárra ára gömul. Hvað heitir kvikmyndin?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað þýðir spænska orðið Gracias?

2.  En hvað þýðir það þegar sagt er á frönsku að einhver fái „coup de grace“?

3.  Hver var frægasti maðurinn sem andaðist 16. ágúst 1977 og var þá aðeins 42 ára að aldri?

4.  Í firði einum er lítil eyja innst og heitir Geirshólmi. Þegar ég fór þar um í bíltúr á æskuárum sögðu afi og amma mér að þarna héti Harðarhólmi en það mun hafa verið misskilningur þeirra — og margra annarra. En í hvaða firði er Geirshólmi eða Geirshólmur?

5.  Fyrsta eiginlega kjarnorkuver heimsins, sem framleiddi nóg rafmagn fyrir rafmagnsveitu umhverfis, var opnað í Obinsk í Sovétríkjunum. Áður höfðu verið reist nokkur smærri tilraunaver. En hvaða ár var verið í Obinsk tekið í notkun? Var það — 1944 — 1949 — 1954 — eða 1959?

6.  Hvaða land var formlega sameinað 3. október 1990 eftir langan aðskilnað

7.  Artemisia Gentileschi var uppi á 17. öld á Ítalíu og lagði fyrir sig svolítið sem fátítt var að konur kæmu nálægt í þá daga — og lengi síðan. Hvað fékkst hún við?

8.  Hver af þessum málum er eðlisþyngri en járn? Er það — ál — gull — króm (krómíum) — magnesíum — títaníum?

9.  Fyrir hvaða kjördæmi situr Katrín Jakobsdóttir á þingi?

10.  Vinsæll útvarpsmaður á Rás eitt og rithöfundur andaðist á dögunum fyrir aldur fram og var mörgum harmdauði. Hvað hét hann?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi ábúðarmikli karl?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Takk.

2.  Náðarhöggið, lokahöggið.

3.  Elvis Presley.

4.  Hvalfirði.

5.  1954.

6.  Þýskaland.

7.  Hún var málari. 

Sjálfsmynd eftir Artemisiu Gentileschi

8.  Gull.

9.  Reykjavík norður.

10.  Eiríkur Guðmundsson.

***

Svör við aukaspurningum:

Bíómyndin er hin suður-kóreska Parasite.

Á neðri mynd er Bismarck kanslari Þýskalands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár