Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

878. spurningaþraut: Coup de grace?

878. spurningaþraut: Coup de grace?

Fyrri aukaspurning:

Þetta er plakat víðfrægrar kvikmyndar sem er aðeins fárra ára gömul. Hvað heitir kvikmyndin?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað þýðir spænska orðið Gracias?

2.  En hvað þýðir það þegar sagt er á frönsku að einhver fái „coup de grace“?

3.  Hver var frægasti maðurinn sem andaðist 16. ágúst 1977 og var þá aðeins 42 ára að aldri?

4.  Í firði einum er lítil eyja innst og heitir Geirshólmi. Þegar ég fór þar um í bíltúr á æskuárum sögðu afi og amma mér að þarna héti Harðarhólmi en það mun hafa verið misskilningur þeirra — og margra annarra. En í hvaða firði er Geirshólmi eða Geirshólmur?

5.  Fyrsta eiginlega kjarnorkuver heimsins, sem framleiddi nóg rafmagn fyrir rafmagnsveitu umhverfis, var opnað í Obinsk í Sovétríkjunum. Áður höfðu verið reist nokkur smærri tilraunaver. En hvaða ár var verið í Obinsk tekið í notkun? Var það — 1944 — 1949 — 1954 — eða 1959?

6.  Hvaða land var formlega sameinað 3. október 1990 eftir langan aðskilnað

7.  Artemisia Gentileschi var uppi á 17. öld á Ítalíu og lagði fyrir sig svolítið sem fátítt var að konur kæmu nálægt í þá daga — og lengi síðan. Hvað fékkst hún við?

8.  Hver af þessum málum er eðlisþyngri en járn? Er það — ál — gull — króm (krómíum) — magnesíum — títaníum?

9.  Fyrir hvaða kjördæmi situr Katrín Jakobsdóttir á þingi?

10.  Vinsæll útvarpsmaður á Rás eitt og rithöfundur andaðist á dögunum fyrir aldur fram og var mörgum harmdauði. Hvað hét hann?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi ábúðarmikli karl?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Takk.

2.  Náðarhöggið, lokahöggið.

3.  Elvis Presley.

4.  Hvalfirði.

5.  1954.

6.  Þýskaland.

7.  Hún var málari. 

Sjálfsmynd eftir Artemisiu Gentileschi

8.  Gull.

9.  Reykjavík norður.

10.  Eiríkur Guðmundsson.

***

Svör við aukaspurningum:

Bíómyndin er hin suður-kóreska Parasite.

Á neðri mynd er Bismarck kanslari Þýskalands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár