Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

878. spurningaþraut: Coup de grace?

878. spurningaþraut: Coup de grace?

Fyrri aukaspurning:

Þetta er plakat víðfrægrar kvikmyndar sem er aðeins fárra ára gömul. Hvað heitir kvikmyndin?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað þýðir spænska orðið Gracias?

2.  En hvað þýðir það þegar sagt er á frönsku að einhver fái „coup de grace“?

3.  Hver var frægasti maðurinn sem andaðist 16. ágúst 1977 og var þá aðeins 42 ára að aldri?

4.  Í firði einum er lítil eyja innst og heitir Geirshólmi. Þegar ég fór þar um í bíltúr á æskuárum sögðu afi og amma mér að þarna héti Harðarhólmi en það mun hafa verið misskilningur þeirra — og margra annarra. En í hvaða firði er Geirshólmi eða Geirshólmur?

5.  Fyrsta eiginlega kjarnorkuver heimsins, sem framleiddi nóg rafmagn fyrir rafmagnsveitu umhverfis, var opnað í Obinsk í Sovétríkjunum. Áður höfðu verið reist nokkur smærri tilraunaver. En hvaða ár var verið í Obinsk tekið í notkun? Var það — 1944 — 1949 — 1954 — eða 1959?

6.  Hvaða land var formlega sameinað 3. október 1990 eftir langan aðskilnað

7.  Artemisia Gentileschi var uppi á 17. öld á Ítalíu og lagði fyrir sig svolítið sem fátítt var að konur kæmu nálægt í þá daga — og lengi síðan. Hvað fékkst hún við?

8.  Hver af þessum málum er eðlisþyngri en járn? Er það — ál — gull — króm (krómíum) — magnesíum — títaníum?

9.  Fyrir hvaða kjördæmi situr Katrín Jakobsdóttir á þingi?

10.  Vinsæll útvarpsmaður á Rás eitt og rithöfundur andaðist á dögunum fyrir aldur fram og var mörgum harmdauði. Hvað hét hann?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi ábúðarmikli karl?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Takk.

2.  Náðarhöggið, lokahöggið.

3.  Elvis Presley.

4.  Hvalfirði.

5.  1954.

6.  Þýskaland.

7.  Hún var málari. 

Sjálfsmynd eftir Artemisiu Gentileschi

8.  Gull.

9.  Reykjavík norður.

10.  Eiríkur Guðmundsson.

***

Svör við aukaspurningum:

Bíómyndin er hin suður-kóreska Parasite.

Á neðri mynd er Bismarck kanslari Þýskalands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
3
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár