Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

876. spurningaþraut: Hér eru nokkrar landafræðispurningar og fáeinar aðrar líka

876. spurningaþraut: Hér eru nokkrar landafræðispurningar og fáeinar aðrar líka

Fyrri aukaspurning:

Konan á myndinni hér að ofan andaðist á þessum degi fyrir tveim árum og varð andlát hennar afdrifaríkt. Hvað hét hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Á þessum degi 1499 sneri portúgalskur skipstjóri heim eftir fyrstu beinu siglingu Evrópumanna til Indlands. Hvað hét Portúgalinn?

2.  Hver er fjölmennasta borgin í Hollandi?

3.  En hver skyldi vera næst fjölmennust?

4.  Meghan Markle og Harry Windsor eru hertogahjón, kennd við héraðið ... ja, hvað heitir það?

5.  Bournemouth, Brighton, Hull, Portsmouth og Southampton. Þetta eru allt borgir á Englandi og við eða nálægt sjávarsíðunni. En með tilliti til staðsetningar, hver af þessum borgum á þá varla heima með hinum fjórum?

6.  Það er talið til sérstakra tíðinda í poppsögunni að á þessum degi árið 1983 hafi hljómsveit nokkur komið í fyrsta sinn fram í sjónvarpi í útlöndum án andlitsfarða sem hljómsveitarmeðlimir báru alla jafna. Hvaða hljómsveit var þetta?

7.  Á þessum degi 1999 hóf göngu sína ný sjónvarpsstöð á Íslandi sem hefur nú gefið upp andann fyrir alllöngu en var vinsæl árum saman, ekki síst þættir eins og 70 mínútur. Hvað hét sjónvarpsstöðin?

8.  Á þessum degi árið 1793 var hornsteinn lagður að þinghúsi í ... hvaða landi?

9.  Á þessum degi árið 1066 lenti innrásarher með útlenskan konung í fararbroddi við ósa Humber-fljóts á Englandi og marseraði svo af stað til að freista þess að leggja undir sig England. Hverrar þjóðar var þessi innrásarkóngur?

10.  Og hvað hét hann?

***

Seinni aukaspurning:

Þetta er eitt af afmælisbörnum dagsins, hann heldur upp á 46 ára afmælið sitt í dag. Hvað heitir hann?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Vasco da Gama.

2.  Amsterdam.

3.  Rotterdam.

4.  Sussex.

5.  Hull. Allar hinar borgirnar eru á suðurströndinni.

6.  KISS.

7.  PoppTví.

8.  Bandaríkjunum.

9.  Norskur.

10.  Haraldur harðráði.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Ruth Bader Ginsburg Hæstaréttardómari í Bandaríkjunum.

Á neðri myndinni er Ronaldo, brasilískur fótboltakarl.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ylfa Lind Gylfadóttir skrifaði
    Hér vantar spurningar 1-5 og öll svör nema við auka spurningunum
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár