876. spurningaþraut: Hér eru nokkrar landafræðispurningar og fáeinar aðrar líka

876. spurningaþraut: Hér eru nokkrar landafræðispurningar og fáeinar aðrar líka

Fyrri aukaspurning:

Konan á myndinni hér að ofan andaðist á þessum degi fyrir tveim árum og varð andlát hennar afdrifaríkt. Hvað hét hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Á þessum degi 1499 sneri portúgalskur skipstjóri heim eftir fyrstu beinu siglingu Evrópumanna til Indlands. Hvað hét Portúgalinn?

2.  Hver er fjölmennasta borgin í Hollandi?

3.  En hver skyldi vera næst fjölmennust?

4.  Meghan Markle og Harry Windsor eru hertogahjón, kennd við héraðið ... ja, hvað heitir það?

5.  Bournemouth, Brighton, Hull, Portsmouth og Southampton. Þetta eru allt borgir á Englandi og við eða nálægt sjávarsíðunni. En með tilliti til staðsetningar, hver af þessum borgum á þá varla heima með hinum fjórum?

6.  Það er talið til sérstakra tíðinda í poppsögunni að á þessum degi árið 1983 hafi hljómsveit nokkur komið í fyrsta sinn fram í sjónvarpi í útlöndum án andlitsfarða sem hljómsveitarmeðlimir báru alla jafna. Hvaða hljómsveit var þetta?

7.  Á þessum degi 1999 hóf göngu sína ný sjónvarpsstöð á Íslandi sem hefur nú gefið upp andann fyrir alllöngu en var vinsæl árum saman, ekki síst þættir eins og 70 mínútur. Hvað hét sjónvarpsstöðin?

8.  Á þessum degi árið 1793 var hornsteinn lagður að þinghúsi í ... hvaða landi?

9.  Á þessum degi árið 1066 lenti innrásarher með útlenskan konung í fararbroddi við ósa Humber-fljóts á Englandi og marseraði svo af stað til að freista þess að leggja undir sig England. Hverrar þjóðar var þessi innrásarkóngur?

10.  Og hvað hét hann?

***

Seinni aukaspurning:

Þetta er eitt af afmælisbörnum dagsins, hann heldur upp á 46 ára afmælið sitt í dag. Hvað heitir hann?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Vasco da Gama.

2.  Amsterdam.

3.  Rotterdam.

4.  Sussex.

5.  Hull. Allar hinar borgirnar eru á suðurströndinni.

6.  KISS.

7.  PoppTví.

8.  Bandaríkjunum.

9.  Norskur.

10.  Haraldur harðráði.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Ruth Bader Ginsburg Hæstaréttardómari í Bandaríkjunum.

Á neðri myndinni er Ronaldo, brasilískur fótboltakarl.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ylfa Lind Gylfadóttir skrifaði
    Hér vantar spurningar 1-5 og öll svör nema við auka spurningunum
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár