Fyrri aukaspurning:
Konan á myndinni hér að ofan andaðist á þessum degi fyrir tveim árum og varð andlát hennar afdrifaríkt. Hvað hét hún?
***
Aðalspurningar:
1. Á þessum degi 1499 sneri portúgalskur skipstjóri heim eftir fyrstu beinu siglingu Evrópumanna til Indlands. Hvað hét Portúgalinn?
2. Hver er fjölmennasta borgin í Hollandi?
3. En hver skyldi vera næst fjölmennust?
4. Meghan Markle og Harry Windsor eru hertogahjón, kennd við héraðið ... ja, hvað heitir það?
5. Bournemouth, Brighton, Hull, Portsmouth og Southampton. Þetta eru allt borgir á Englandi og við eða nálægt sjávarsíðunni. En með tilliti til staðsetningar, hver af þessum borgum á þá varla heima með hinum fjórum?
6. Það er talið til sérstakra tíðinda í poppsögunni að á þessum degi árið 1983 hafi hljómsveit nokkur komið í fyrsta sinn fram í sjónvarpi í útlöndum án andlitsfarða sem hljómsveitarmeðlimir báru alla jafna. Hvaða hljómsveit var þetta?
7. Á þessum degi 1999 hóf göngu sína ný sjónvarpsstöð á Íslandi sem hefur nú gefið upp andann fyrir alllöngu en var vinsæl árum saman, ekki síst þættir eins og 70 mínútur. Hvað hét sjónvarpsstöðin?
8. Á þessum degi árið 1793 var hornsteinn lagður að þinghúsi í ... hvaða landi?
9. Á þessum degi árið 1066 lenti innrásarher með útlenskan konung í fararbroddi við ósa Humber-fljóts á Englandi og marseraði svo af stað til að freista þess að leggja undir sig England. Hverrar þjóðar var þessi innrásarkóngur?
10. Og hvað hét hann?
***
Seinni aukaspurning:
Þetta er eitt af afmælisbörnum dagsins, hann heldur upp á 46 ára afmælið sitt í dag. Hvað heitir hann?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Vasco da Gama.
2. Amsterdam.
3. Rotterdam.
4. Sussex.
5. Hull. Allar hinar borgirnar eru á suðurströndinni.
6. KISS.
7. PoppTví.
8. Bandaríkjunum.
9. Norskur.
10. Haraldur harðráði.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Ruth Bader Ginsburg Hæstaréttardómari í Bandaríkjunum.
Á neðri myndinni er Ronaldo, brasilískur fótboltakarl.
Athugasemdir (1)