Ólafur: Aukning verðtryggðra lána gengur gegn aðgerðum Seðlabankans

Fyr­ir einu ári voru vext­ir af óverð­tryggðu hús­næð­is­láni með breyti­leg­um vöxt­um 3,45 pró­sent en eru nú 6,22 pró­sent. Af­borg­an­ir af slík­um lán­um hafa auk­ist um 35 pró­sent á einu ári. Ólaf­ur Mar­geirs­son hag­fræð­ing­ur seg­ir að ósam­ræmi sé í vaxta­stefnu Seðla­banka Ís­lands og hags­mun­um lán­tak­enda sem ráða ekki við af­borg­an­ir af óverð­tryggð­um lán­um. Hann seg­ir að aukn­ing verð­tryggða lána gangi gegn mark­mið­um vaxta­hækk­an­anna.

Ólafur: Aukning verðtryggðra lána gengur gegn aðgerðum Seðlabankans
Verðbólga stefnir í 11 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi frá því í fyrradag að hækka þyrfti stýrivexti um 0,75 prósent þar sem verðbólga hefði aukist og myndi halda áfram að aukast. Í lok árs kann verðbólga að verða um 11 prósent. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. m

„Stærsti óvissuþátturinn núna er húsnæðisverð eða fasteignaverð réttara sagt,“ segir Ólafur Margeirsson hagfræðingur aðspurður um stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands sem tilkynnt var í fyrradag. Hann segir að til framtíðar sé lykilatriði númer eitt til að halda verðbólgu og vaxtahækkunum í skefjum að stuðla að nægu framboði á húsnæði á Íslandi. „Það verður að sjá til þess að það sé framboð á því sem skortur er á: Það er að segja húsnæði. Þetta mun leiða til þess að fasteigna- og leiguverð mun ekki hækka eins mikið og þetta mun draga úr vaxtahækkunum,“ segir Ólafur. 

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi frá nýrri stýrivaxtahækkun í fyrradag sem nemur  0,75 prósentum. Um er að ræða áttundu vaxtahækkunina sem Seðlabanki Íslands hefur tilkynnt um á rúmu ári. Verðbólga mælist nú 9.9 prósent. Peningastefnunefndin segir í yfirlýsingu sinni að verðbólgan í landinu geti farið upp í allt að 11 prósent í lok ársins. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Hlutfallsleg aukning verðtryggðra lána er eðlileg afleiðing vaxtahækkana. Ástæðan er að greiðslubyrði óverðtryggðra lána hækkar mun meira en verðtryggðra fyrstu ár lánstímans svo að færri sjá sér fært að taka óverðtryggð lán og leita því í verðtryggð lán í staðinn.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
1
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár