„Stærsti óvissuþátturinn núna er húsnæðisverð eða fasteignaverð réttara sagt,“ segir Ólafur Margeirsson hagfræðingur aðspurður um stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands sem tilkynnt var í fyrradag. Hann segir að til framtíðar sé lykilatriði númer eitt til að halda verðbólgu og vaxtahækkunum í skefjum að stuðla að nægu framboði á húsnæði á Íslandi. „Það verður að sjá til þess að það sé framboð á því sem skortur er á: Það er að segja húsnæði. Þetta mun leiða til þess að fasteigna- og leiguverð mun ekki hækka eins mikið og þetta mun draga úr vaxtahækkunum,“ segir Ólafur.
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi frá nýrri stýrivaxtahækkun í fyrradag sem nemur 0,75 prósentum. Um er að ræða áttundu vaxtahækkunina sem Seðlabanki Íslands hefur tilkynnt um á rúmu ári. Verðbólga mælist nú 9.9 prósent. Peningastefnunefndin segir í yfirlýsingu sinni að verðbólgan í landinu geti farið upp í allt að 11 prósent í lok ársins. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur …
Athugasemdir (1)