Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Ólafur: Aukning verðtryggðra lána gengur gegn aðgerðum Seðlabankans

Fyr­ir einu ári voru vext­ir af óverð­tryggðu hús­næð­is­láni með breyti­leg­um vöxt­um 3,45 pró­sent en eru nú 6,22 pró­sent. Af­borg­an­ir af slík­um lán­um hafa auk­ist um 35 pró­sent á einu ári. Ólaf­ur Mar­geirs­son hag­fræð­ing­ur seg­ir að ósam­ræmi sé í vaxta­stefnu Seðla­banka Ís­lands og hags­mun­um lán­tak­enda sem ráða ekki við af­borg­an­ir af óverð­tryggð­um lán­um. Hann seg­ir að aukn­ing verð­tryggða lána gangi gegn mark­mið­um vaxta­hækk­an­anna.

Ólafur: Aukning verðtryggðra lána gengur gegn aðgerðum Seðlabankans
Verðbólga stefnir í 11 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi frá því í fyrradag að hækka þyrfti stýrivexti um 0,75 prósent þar sem verðbólga hefði aukist og myndi halda áfram að aukast. Í lok árs kann verðbólga að verða um 11 prósent. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. m

„Stærsti óvissuþátturinn núna er húsnæðisverð eða fasteignaverð réttara sagt,“ segir Ólafur Margeirsson hagfræðingur aðspurður um stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands sem tilkynnt var í fyrradag. Hann segir að til framtíðar sé lykilatriði númer eitt til að halda verðbólgu og vaxtahækkunum í skefjum að stuðla að nægu framboði á húsnæði á Íslandi. „Það verður að sjá til þess að það sé framboð á því sem skortur er á: Það er að segja húsnæði. Þetta mun leiða til þess að fasteigna- og leiguverð mun ekki hækka eins mikið og þetta mun draga úr vaxtahækkunum,“ segir Ólafur. 

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi frá nýrri stýrivaxtahækkun í fyrradag sem nemur  0,75 prósentum. Um er að ræða áttundu vaxtahækkunina sem Seðlabanki Íslands hefur tilkynnt um á rúmu ári. Verðbólga mælist nú 9.9 prósent. Peningastefnunefndin segir í yfirlýsingu sinni að verðbólgan í landinu geti farið upp í allt að 11 prósent í lok ársins. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Hlutfallsleg aukning verðtryggðra lána er eðlileg afleiðing vaxtahækkana. Ástæðan er að greiðslubyrði óverðtryggðra lána hækkar mun meira en verðtryggðra fyrstu ár lánstímans svo að færri sjá sér fært að taka óverðtryggð lán og leita því í verðtryggð lán í staðinn.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár