Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ólafur: Aukning verðtryggðra lána gengur gegn aðgerðum Seðlabankans

Fyr­ir einu ári voru vext­ir af óverð­tryggðu hús­næð­is­láni með breyti­leg­um vöxt­um 3,45 pró­sent en eru nú 6,22 pró­sent. Af­borg­an­ir af slík­um lán­um hafa auk­ist um 35 pró­sent á einu ári. Ólaf­ur Mar­geirs­son hag­fræð­ing­ur seg­ir að ósam­ræmi sé í vaxta­stefnu Seðla­banka Ís­lands og hags­mun­um lán­tak­enda sem ráða ekki við af­borg­an­ir af óverð­tryggð­um lán­um. Hann seg­ir að aukn­ing verð­tryggða lána gangi gegn mark­mið­um vaxta­hækk­an­anna.

Ólafur: Aukning verðtryggðra lána gengur gegn aðgerðum Seðlabankans
Verðbólga stefnir í 11 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi frá því í fyrradag að hækka þyrfti stýrivexti um 0,75 prósent þar sem verðbólga hefði aukist og myndi halda áfram að aukast. Í lok árs kann verðbólga að verða um 11 prósent. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. m

„Stærsti óvissuþátturinn núna er húsnæðisverð eða fasteignaverð réttara sagt,“ segir Ólafur Margeirsson hagfræðingur aðspurður um stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands sem tilkynnt var í fyrradag. Hann segir að til framtíðar sé lykilatriði númer eitt til að halda verðbólgu og vaxtahækkunum í skefjum að stuðla að nægu framboði á húsnæði á Íslandi. „Það verður að sjá til þess að það sé framboð á því sem skortur er á: Það er að segja húsnæði. Þetta mun leiða til þess að fasteigna- og leiguverð mun ekki hækka eins mikið og þetta mun draga úr vaxtahækkunum,“ segir Ólafur. 

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi frá nýrri stýrivaxtahækkun í fyrradag sem nemur  0,75 prósentum. Um er að ræða áttundu vaxtahækkunina sem Seðlabanki Íslands hefur tilkynnt um á rúmu ári. Verðbólga mælist nú 9.9 prósent. Peningastefnunefndin segir í yfirlýsingu sinni að verðbólgan í landinu geti farið upp í allt að 11 prósent í lok ársins. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Hlutfallsleg aukning verðtryggðra lána er eðlileg afleiðing vaxtahækkana. Ástæðan er að greiðslubyrði óverðtryggðra lána hækkar mun meira en verðtryggðra fyrstu ár lánstímans svo að færri sjá sér fært að taka óverðtryggð lán og leita því í verðtryggð lán í staðinn.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár