Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

869. spurningaþraut: Hvenær voru uppi síðustu formæður bæði katta og hunda?

869. spurningaþraut: Hvenær voru uppi síðustu formæður bæði katta og hunda?

Fyrri aukaspurning:

Þessi persóna birtist í frægri teiknimynd frá 1950. Hver er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  George Lucas heitir bandarískur kvikmyndagerðarmaður sem er frægastur fyrir mikinn bíómyndaflokk sem hann hleypti af stokkunum fyrir rúmum 40 árum. Hvað heitir sá flokkur?

2.  Hver er eina uglutegundin sem verpir að staðaldri á Íslandi?

3.  Önnur uglutegund er hins vegar tíður gestur hér og verpir öðru hvoru, að minnsta kosti. Hvaða ugla er það?

4.  Í hvaða landi er borgin Wuppertal?

5.  Úrsula Iguarán Buendía heitir sannkölluð ættmóðir sem lætur að sér kveða í frægri skáldsögu. Hvað heitir skáldsagan?

6.  Og hvað heitir höfundur hennar?

7.  Milli hvaða tveggja landa eru Álandseyjar?

8.  Úr hverju er íslenskt brennivín bruggað?

9.  Út af hvaða landshluta Íslands eru Halamið?

10.  Einu sinni var uppi lítið rándýr sem við köllum miacis. Það var á stærð mink og var hagvant bæði á jörðu niðri og í trjám. Miacis er, eftir því sem við vitum best, síðasti sameiginlegi forfaðir bæði hunda og katta. En hversu langt (mjög gróflega áætlað) er síðan miacis var á dögum? Eru það 50 þúsund ár — 500 þúsund ár — 5 milljónir ára — 50 milljónir ára — 500 milljónir ára — eða 5 milljarðar ára?

***

Seinni aukaspurning:

Í hvaða landi er sú glæsilega og mörg þúsund ára gamla fornminj sem sjá má á myndinni hér að neðan? Stærðina má meta með því að skima eftir tveim manneskjum sem sjá fyrir neðan ferlíkið vinstra megin.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Star Wars

2.  Brandugla.

3.  Snæugla.

4.  Þýskalandi.

5.  Hundrað ára einsemd.

6.  García Márquez.

7.  Finnlands og Svíþjóðar.

8.  Kartöflum.

9.  Vestfjörðum.

10.  50 milljónir ára.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Öskubuska.

Á neðri myndinni má sjá svonefndan ziggurat (stallapíramída) í borginni Úr í Írak.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að íslenskt brennivín væri iðnaðarspíri þynntur með vatni.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár