„Það er auðveldara að lifa með hærri tekjur en lægri. En það er samt alltaf erfitt að vera til,“ segir Haraldur Ingi Þorleifsson. Hann er í öðru sæti á lista yfir launahæstu Íslendingana, en mánaðarlaun hans námu rúmum 102 milljónum króna í fyrra samkvæmt greiddu útsvari. Tekjurnar má rekja til sölu á hönnunarfyrirtækinu Uneo til Twitter í fyrra.
Gott að geta lagt sitt af mörkum
Haraldur ákvað að greiða skatta hér á landi til þess að leggja sitt af mörkum til samfélagsins sem ól hann af sér. „Ég ólst upp í verkamannafjölskyldu og með líkamlega fötlun. Ef það hefði ekki verið ókeypis menntun og heilbrigðiskerfi hérna þá hefði lífið mitt verið allt öðruvísi. Ef ég hefði ekki getað fengið örorkubætur þegar ég þurfti þær þá hefði ég ekki getað lifað af.“
592,4
Hann segir að það sé því gott að geta lagt sitt af mörkum með því að greiða svo háa skatta. „Við rekum skólana okkar, sjúkrahús, velferðarkerfi og allt annað með sköttum og það er frábært að geta lagt sitt af mörkum til að bæta þessar stoðir í samfélaginu.“
Er sælla að gefa en þiggja? „Það væri best að við myndum líta á okkur sem eina heild. Við erum ekki að gefa eða þiggja, við erum að passa upp á hvert annað. Við þurfum öll stundum hjálp og við getum öll stundum hjálpað.“
Aðspurður hvort hann hafi ekki áhyggjur af því að klára peningana, segir hann: „Ég átti nánast ekkert í langan tíma. Sú tilfinning er ekki góð, að vita ekki hvort maður eigi nóg til að borða út mánuðinn eða borga leigu. Þannig að það er alltaf eitthvað sem kemur upp í hugann, að það gæti gerst aftur. En akkúrat núna er það ekki eitthvað sem ég hef miklar áhyggjur af.“
Þarf að hafa minni áhyggjur
Inntur eftir því hvað hafi breyst með auknum tekjum, segist hann hafa verið nokkuð vel stæður fjárhagslega í að nálgast áratug. Ef tekinn hefði verið saman listi yfir tekjuhæstu Íslendingana á árum áður hefði hann líklega verið á honum í nokkur ár þegar hann var yngri. „Peningar hjálpa við að taka burt ýmsar áhyggjur og opna á nýja möguleika.“
Best er áhyggjuleysið sem fylgir því. „Ég þarf að hafa minni áhyggjur af mörgu. Ég þarf ekki að velta því fyrir mér hvort börnin mín geti borðað, hvort við eigum fyrir leigunni. Og ef ég fæ einhverja hugmynd sem mig langar til að framkvæma þá er ekki ólíklegt að ég geti fjármagnað hana.“
„Það er mikill munur á því að borga 40 prósent af 100 þúsundkalli eða 40 prósent af milljón“
Hvort færðu meiri ánægju af fjárhagslegum afrakstri vinnunnar eða vinnunni sem slíkri? „Það fer eftir því við hvað ég er að vinna. Sumt sem ég geri er fyrst og fremst gert til að hafa tekjur, það er vinna í sama skilningi og þegar afi minn var dúkari og vann til að fæða fjölskylduna sína. Annað sem ég vinn við geri ég tekjulaust og fæ þá ánægju af vinnunni sem slíkri.“
Mín hugmynd er að bynda lagmarkslaun í lög og setja í stjórnarskrað og miða þá við hastarréttAR LAUN EÐA AÐ ALDREI VERÐI bORGUÐ LAEGRI LáGMARKSLAUN EMN HELMIGUR AF Hastaréttar launum ,eða helmig af þingafarakaupi með þá öllum aukagreiðslum sem er bara laun .
.
Að lenda í því a núll einni að verða öryrki er eitthvað sem enginn vill lenda í á sinni lifsleið.