Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

857. spurningaþraut: Hér er spurt um aðstoðarleikstjóra Clints Eastwood

857. spurningaþraut: Hér er spurt um aðstoðarleikstjóra Clints Eastwood

Fyrri aukaspurning:

Myndin hér að ofan var tekin í tengslum við útgáfu á hljómplötu einni. Þessi mynd prýddi ekki albúmið en önnur mjög svipuð var notuð. Hver er tónlistarmaðurinn sem gaf út plötuna?

Og svo fæst lárviðarstig fyrir að þekkja plötuheitið!

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er yngsti maðurinn sem hefur verið kosinn forseti Bandaríkjanna?

2.  En hver er yngsti maðurinn hefur orðið forseti Bandaríkjanna?

3.  Artúr hét konungur í hvaða ríki — að sagt er?

4.  Hann átti borð eitt mikið þar sem riddarar hans sátu þegar þeir voru ekki úti að vinna afreksverk. Hvernig var borðið í laginu?

5.  Afreksverk unnu riddarar Artúrs vissulega mörg og göfug. Aðeins þeim Bors, Percival og Galahad tókst þó að vinna eitthvað tiltekið afrek. Hvað var það?

6.  Hvar á Vestfjörðum var rekið svonefnt „uppeldisheimili“ fyrir drengi á árunum 1953-1979 og hefur síðar orðið mjög illræmt?

7.  Einn kunnasti og vinsælasti rithöfundur landsins síðustu tveggja áratuga gaf í fyrra út skáldsöguna Allir fuglar fljúga í ljósið. Hver er sá höfundur?

8.  Systir þessa höfundar sendi hins vegar frá sér kvikmynd í fyrra, Saumaklúbbinn, eftir að hafa verið lengi viðloðandi kvikmyndabransann, oftast sem handritshöfundur (Agnes Joy) eða aðstoðarleikstjóri (Clint Eastwood-myndin Flags of Our Fathers). Hvað heitir hún? — og hér dugar gælunafn, enda notar hún aldrei annað nafn.

9.  Helgafell, Hvammur, Möðruvellir, Skriða, Viðey, Þingeyrar, Þykkvibær. Hvaða bær af þessum sjö sker sig frá hinum sex? 

10.  Við hvað starfaði Martin Beck í Stokkhólmi?

***

Seinni aukaspurning:

Myndin að neðan sýnir hvernig menn ímynduðu sér eitt af sjö undrum fornaldar, styttuna miklu af ... hverjum?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  John F. Kennedy.

2.  Theodore Roosevelt. Hann var yngri en Kennedy þegar hann tók við embættisembættinu sem varaforseti 1901 að McKinley forseta myrtum.

3.  Bretlandi eða Englandi — hvorttveggja telst rétt en annað ekki.

4.  Hringlaga.

5.  Þeir fundu hinn heilaga kaleik.

6.  Breiðavík.

7.  Auður Jónsdóttir.

8.  Gagga.

9.  Vafalaust má finna hitt og þetta. En viti fólk þetta á annað borð, þá blasir rétta svarið við: Á öllum þessum bæjum voru klaustur í gamla daga — nema að Hvammi.

10.  Rannsóknarlögreglumaður. Að vísu skáldsagnapersóna.

***

Svör við aðalspurningum:

Tónlistarmaðurinn er vitaskuld Björk.

Platan heitir Vulnicura.

Styttan er af Seifi.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thorsteinn Broddason skrifaði
    Þykkvibær sker sig út að auki. Eina bæjarnafnið sem ekki er dregið af staðháttum/náttúrunni
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár