Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

857. spurningaþraut: Hér er spurt um aðstoðarleikstjóra Clints Eastwood

857. spurningaþraut: Hér er spurt um aðstoðarleikstjóra Clints Eastwood

Fyrri aukaspurning:

Myndin hér að ofan var tekin í tengslum við útgáfu á hljómplötu einni. Þessi mynd prýddi ekki albúmið en önnur mjög svipuð var notuð. Hver er tónlistarmaðurinn sem gaf út plötuna?

Og svo fæst lárviðarstig fyrir að þekkja plötuheitið!

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er yngsti maðurinn sem hefur verið kosinn forseti Bandaríkjanna?

2.  En hver er yngsti maðurinn hefur orðið forseti Bandaríkjanna?

3.  Artúr hét konungur í hvaða ríki — að sagt er?

4.  Hann átti borð eitt mikið þar sem riddarar hans sátu þegar þeir voru ekki úti að vinna afreksverk. Hvernig var borðið í laginu?

5.  Afreksverk unnu riddarar Artúrs vissulega mörg og göfug. Aðeins þeim Bors, Percival og Galahad tókst þó að vinna eitthvað tiltekið afrek. Hvað var það?

6.  Hvar á Vestfjörðum var rekið svonefnt „uppeldisheimili“ fyrir drengi á árunum 1953-1979 og hefur síðar orðið mjög illræmt?

7.  Einn kunnasti og vinsælasti rithöfundur landsins síðustu tveggja áratuga gaf í fyrra út skáldsöguna Allir fuglar fljúga í ljósið. Hver er sá höfundur?

8.  Systir þessa höfundar sendi hins vegar frá sér kvikmynd í fyrra, Saumaklúbbinn, eftir að hafa verið lengi viðloðandi kvikmyndabransann, oftast sem handritshöfundur (Agnes Joy) eða aðstoðarleikstjóri (Clint Eastwood-myndin Flags of Our Fathers). Hvað heitir hún? — og hér dugar gælunafn, enda notar hún aldrei annað nafn.

9.  Helgafell, Hvammur, Möðruvellir, Skriða, Viðey, Þingeyrar, Þykkvibær. Hvaða bær af þessum sjö sker sig frá hinum sex? 

10.  Við hvað starfaði Martin Beck í Stokkhólmi?

***

Seinni aukaspurning:

Myndin að neðan sýnir hvernig menn ímynduðu sér eitt af sjö undrum fornaldar, styttuna miklu af ... hverjum?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  John F. Kennedy.

2.  Theodore Roosevelt. Hann var yngri en Kennedy þegar hann tók við embættisembættinu sem varaforseti 1901 að McKinley forseta myrtum.

3.  Bretlandi eða Englandi — hvorttveggja telst rétt en annað ekki.

4.  Hringlaga.

5.  Þeir fundu hinn heilaga kaleik.

6.  Breiðavík.

7.  Auður Jónsdóttir.

8.  Gagga.

9.  Vafalaust má finna hitt og þetta. En viti fólk þetta á annað borð, þá blasir rétta svarið við: Á öllum þessum bæjum voru klaustur í gamla daga — nema að Hvammi.

10.  Rannsóknarlögreglumaður. Að vísu skáldsagnapersóna.

***

Svör við aðalspurningum:

Tónlistarmaðurinn er vitaskuld Björk.

Platan heitir Vulnicura.

Styttan er af Seifi.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thorsteinn Broddason skrifaði
    Þykkvibær sker sig út að auki. Eina bæjarnafnið sem ekki er dregið af staðháttum/náttúrunni
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
6
FréttirHjólhýsabyggðin

Heim­il­is­laus eft­ir hjól­hýsa­brun­ann: Missti föð­ur sinn í elds­voða sem barn

Þrír íbú­ar hjól­hýsa­hverf­is­ins á Sæv­ar­höfða eru heim­il­is­laus­ir eft­ir að eld­ur kom upp í einu hýs­anna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir um við­brögð ná­granna síns sem missti hús­bíl sinn. Sjálf missti hún heim­ili sitt í brun­an­um en Geir­dís hef­ur tvisvar áð­ur á æv­inni misst allt sitt í elds­voða. Í þeim fyrsta lést pabbi henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
6
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu