Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“

Tón­list­ar­kon­an Björk Guð­munds­dótt­ir seg­ir for­sæt­is­ráð­herra hafa svik­ið lof­orð sem hún gaf um að­gerð­ir í lofts­lags­mál­um.

Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Hefði viljað styðja Katrínu Björk segir að hún hefði gjarnan viljað styðja Katrínu á stóli forsætisráðherra en það sé henni ómögulegt vegna þess að ráðherra hafi ekkert gert fyrir umhverfið.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra brást trausti Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarkonu með því að því að ganga á bak orða sinna. Katrín hafði að sögn heitið Björk því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. „Hún hefur ekkert gert fyrir umhverfið.“

Björk lýsir þessu í viðtali við breska blaðið Guardian, í tilefni af nýrri plötu tónlistarkonunnar, Fossora. Björk tileinkar tvö lög á plötunni móður sinni heitinni, Hildi Rúnu Hauksdóttur, sem lést árið 2018. Hildur Rúna var þekkt baráttukona fyrir umhverfis- og náttúruvernd, málstað sem Björk hefur sjálf sannarlega gert að sínum.

Í viðtalinu er því lýst að árið 2019 hafi Björk tekið saman höndum með sænska umhverfisaktívistanum Gretu Thunberg og Katrínu forsætisráðherra um að sú síðastnefnda myndi lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Þegar til kom brást Katrín hins vegar trausti Bjarkar, að því er hún segir. „Ég treysti henni, kannski vegna þess að hún er kona. En síðan hélt hún ræðuna og minntist ekki orði á þetta. Ekki orði. Ég varð svo reið! Því ég hafði skipulagt þetta um margra mánaða skeið.“

Vonbrigði Bjarkar voru mikil, ekki síst vegna þess að hún vildi svo gjarnan styðja við Katrínu að því er hún segir. „Það er erfitt að vera kona á stóli forsætisráðherra, hún er með alla sveitadurgana á bakinu. En hún hefur ekkert gert fyrir umhverfið.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (13)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Kristófersson skrifaði
    Það er ekki neyðarástand í loftlagsmálum á Íslandi, og því rangt að lýsa því yfir. Sannleikurinn er sá að Ísland notar hærra hlutfall af umhverfisvænni orku en flestar þjóðir. Hins vegar er neyðarástand í heilbrigðismálum á íslandi. Forsætisráðherra á að vera verkstjóri ríkisstjórnar. Þar sýnir Katrín algera vanhæfni. Alvöru forsætisráðherra væri búinn að kalla saman neyðarfund ríkisstjórnar vegna heilbrigðismála, og ganga þegar í stað frá röð neyðaraðgerða sem fælust í að ráða fimm hundruð nýja starfsmenn erlendis frá, lækna, hjúkrunarfólk og sjúkraliða. Einnig að hefja byggingu á nýjum alvöruspítala, því holan í miðbænum verður aldrei spítali, aðeins rannsóknarstofur. Gáfulegast væri að fá erlenda fjárfesta í þær framkvæmdir, og að nýji spítalinn yrði bæði fyr íslendinga og alþjóðlegur.
    -3
  • Jóhanna Harðardóttir skrifaði
    Katrín hef ekki bara svikið umhverfisverndarsinna heldur alla þjóðina með því að þykjast vera vinstrimaður og vera ábyrg fyrir spilltri hægristjórn
    5
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Katrín er upp á punt, Bjarni ræður.
    2
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hún Katrín talar mikið ?

    Muna ekki allir hvað hún sagði um kjör eldri borgara ?

    Ekki orð að marka hana ?
    1
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Hagsmunir stóreignafólks eru einu hagsmunirnir sem Katrín hefur áhuga á að vernda.
    8
  • EÝP
    Erna Ýr Pétursdóttir skrifaði
    Pælið í því að kalla þjóðina sína sveitadurga í The Guardian. Aldeilis að Björk er orðið fín og forfrömuð í útlöndum.
    -9
    • HG
      Hlédís Guðmundsdóttir skrifaði
      Á nú að sýna pempuílega vandlætingu yfir orðavali? - Dæmigert!
      4
    • SSS
      Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
      @Erna Ýr Pétursdóttir.
      Eitthvað er nú brogað við lesskilninginn þinn gæskan.
      Því Björk er ekkert að kalla "þjóðina", sveitadurga.
      Heldur er hún að vísa til yfirslektar hyskisins og pólutíkusana sem hún ver og er stjórnuð af.
      katrín thoroddsen jakopsdóttir er eins og bolta tuðra sem skoppar og hoppar eftir þörfum arðræningja íslensku þjóðarinnar!
      1
    • Gunnar Linda skrifaði
      Hvað hefur Björk gert í umhverfismálum annað en að kannski flokka heima hjá sér ef hún hefur ekki þjónustufólk til þess. Þessi kona er hávær og tekur mikið pláss. Sumir eru ekkert hrifnir af henni hvorki sem listamanni né umhverfissinna eins og hún telur sig vera.
      -5
  • Ingimar Sævarsson skrifaði
    Katrín hefur ekki staðið við neitt af sýnum loforðum.
    11
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Katrín Jakobsdóttir er pólitískur refur og ekkert meir.
    8
    • Jóhanna Harðardóttir skrifaði
      Hún er nú ekki einu sinni nógu kæn til að geta kallast refur. Hún er taglhnýtingur
      4
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Takk Björk takk , okkur vantar fólk þungarvigtar fólk ávið þig í barátunna gegn auðræðis hiskini.
    12
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár