Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“

Tón­list­ar­kon­an Björk Guð­munds­dótt­ir seg­ir for­sæt­is­ráð­herra hafa svik­ið lof­orð sem hún gaf um að­gerð­ir í lofts­lags­mál­um.

Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Hefði viljað styðja Katrínu Björk segir að hún hefði gjarnan viljað styðja Katrínu á stóli forsætisráðherra en það sé henni ómögulegt vegna þess að ráðherra hafi ekkert gert fyrir umhverfið.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra brást trausti Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarkonu með því að því að ganga á bak orða sinna. Katrín hafði að sögn heitið Björk því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. „Hún hefur ekkert gert fyrir umhverfið.“

Björk lýsir þessu í viðtali við breska blaðið Guardian, í tilefni af nýrri plötu tónlistarkonunnar, Fossora. Björk tileinkar tvö lög á plötunni móður sinni heitinni, Hildi Rúnu Hauksdóttur, sem lést árið 2018. Hildur Rúna var þekkt baráttukona fyrir umhverfis- og náttúruvernd, málstað sem Björk hefur sjálf sannarlega gert að sínum.

Í viðtalinu er því lýst að árið 2019 hafi Björk tekið saman höndum með sænska umhverfisaktívistanum Gretu Thunberg og Katrínu forsætisráðherra um að sú síðastnefnda myndi lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Þegar til kom brást Katrín hins vegar trausti Bjarkar, að því er hún segir. „Ég treysti henni, kannski vegna þess að hún er kona. En síðan hélt hún ræðuna og minntist ekki orði á þetta. Ekki orði. Ég varð svo reið! Því ég hafði skipulagt þetta um margra mánaða skeið.“

Vonbrigði Bjarkar voru mikil, ekki síst vegna þess að hún vildi svo gjarnan styðja við Katrínu að því er hún segir. „Það er erfitt að vera kona á stóli forsætisráðherra, hún er með alla sveitadurgana á bakinu. En hún hefur ekkert gert fyrir umhverfið.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (13)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Kristófersson skrifaði
    Það er ekki neyðarástand í loftlagsmálum á Íslandi, og því rangt að lýsa því yfir. Sannleikurinn er sá að Ísland notar hærra hlutfall af umhverfisvænni orku en flestar þjóðir. Hins vegar er neyðarástand í heilbrigðismálum á íslandi. Forsætisráðherra á að vera verkstjóri ríkisstjórnar. Þar sýnir Katrín algera vanhæfni. Alvöru forsætisráðherra væri búinn að kalla saman neyðarfund ríkisstjórnar vegna heilbrigðismála, og ganga þegar í stað frá röð neyðaraðgerða sem fælust í að ráða fimm hundruð nýja starfsmenn erlendis frá, lækna, hjúkrunarfólk og sjúkraliða. Einnig að hefja byggingu á nýjum alvöruspítala, því holan í miðbænum verður aldrei spítali, aðeins rannsóknarstofur. Gáfulegast væri að fá erlenda fjárfesta í þær framkvæmdir, og að nýji spítalinn yrði bæði fyr íslendinga og alþjóðlegur.
    -3
  • Jóhanna Harðardóttir skrifaði
    Katrín hef ekki bara svikið umhverfisverndarsinna heldur alla þjóðina með því að þykjast vera vinstrimaður og vera ábyrg fyrir spilltri hægristjórn
    5
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Katrín er upp á punt, Bjarni ræður.
    2
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hún Katrín talar mikið ?

    Muna ekki allir hvað hún sagði um kjör eldri borgara ?

    Ekki orð að marka hana ?
    1
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Hagsmunir stóreignafólks eru einu hagsmunirnir sem Katrín hefur áhuga á að vernda.
    8
  • EÝP
    Erna Ýr Pétursdóttir skrifaði
    Pælið í því að kalla þjóðina sína sveitadurga í The Guardian. Aldeilis að Björk er orðið fín og forfrömuð í útlöndum.
    -9
    • HG
      Hlédís Guðmundsdóttir skrifaði
      Á nú að sýna pempuílega vandlætingu yfir orðavali? - Dæmigert!
      4
    • SSS
      Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
      @Erna Ýr Pétursdóttir.
      Eitthvað er nú brogað við lesskilninginn þinn gæskan.
      Því Björk er ekkert að kalla "þjóðina", sveitadurga.
      Heldur er hún að vísa til yfirslektar hyskisins og pólutíkusana sem hún ver og er stjórnuð af.
      katrín thoroddsen jakopsdóttir er eins og bolta tuðra sem skoppar og hoppar eftir þörfum arðræningja íslensku þjóðarinnar!
      1
    • Gunnar Linda skrifaði
      Hvað hefur Björk gert í umhverfismálum annað en að kannski flokka heima hjá sér ef hún hefur ekki þjónustufólk til þess. Þessi kona er hávær og tekur mikið pláss. Sumir eru ekkert hrifnir af henni hvorki sem listamanni né umhverfissinna eins og hún telur sig vera.
      -5
  • Ingimar Sævarsson skrifaði
    Katrín hefur ekki staðið við neitt af sýnum loforðum.
    11
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Katrín Jakobsdóttir er pólitískur refur og ekkert meir.
    8
    • Jóhanna Harðardóttir skrifaði
      Hún er nú ekki einu sinni nógu kæn til að geta kallast refur. Hún er taglhnýtingur
      4
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Takk Björk takk , okkur vantar fólk þungarvigtar fólk ávið þig í barátunna gegn auðræðis hiskini.
    12
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár