Upphaf íslamskra hryðjuverkasveita, eins og við þekkjum þær í dag, má að miklu leyti rekja til eins manns: Sayyid Qutb. Hann fæddist í Egyptalandi árið 1906 og átti eftir að leggja grunninn að þeirri hugmyndafræði sem herskáir íslamistar um allan heim aðhyllast í dag. Fyrir vikið er hann oft kallaður „faðir Jíhadsins“ en í skrifum sínum fordæmdi hann vestræna menningu sem úrkynjun sem væri að breiðast um heiminn og ógna íslömskum gildum.
Qutb sótti háskóla í Bandaríkjunum frá 1948 til 1950 og í ljósi þeirra hörmunga sem áttu eftir að fylgja áratugina á eftir er það sennilega einhver afdrifaríkasta ferð skiptinema fyrr og síðar. Qutb sagði seinna að sér hafi orðið líkamlega óglatt þegar hann barði augum hina vestrænu úrkynjun sem blasti við í háskólalífinu og hvert sem líta mátti í Bandaríkjunum.
Stúlkur í stuttum pilsum, daðrandi við stráka og dansandi á tónleikum fannst honum sérstaklega erfitt að umbera, svo …
Athugasemdir