Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Eru endalok al Kaída að nálgast?

Aym­an al-Zawahiri, sem var bæði lærifað­ir og arftaki Osama bin Laden sem leið­togi al Kaída, féll í dróna-árás í Kabúl á dög­un­um. Árás­in vek­ur fjölda spurn­inga um stöðu og fram­tíð sam­tak­anna, sem hafa mátt muna fíf­il sinn feg­urri. Marg­ir sér­fræð­ing­ar telja að al Kaída sé í raun ekki leng­ur til.

Eru endalok al Kaída að nálgast?
Osama bin Laden og Ayman al-Zawahiri. Mynd: Wikimedia Commons

Upphaf íslamskra hryðjuverkasveita, eins og við þekkjum þær í dag, má að miklu leyti rekja til eins manns: Sayyid Qutb. Hann fæddist í Egyptalandi árið 1906 og átti eftir að leggja grunninn að þeirri hugmyndafræði sem herskáir íslamistar um allan heim aðhyllast í dag. Fyrir vikið er hann oft kallaður „faðir Jíhadsins“ en í skrifum sínum fordæmdi hann vestræna menningu sem úrkynjun sem væri að breiðast um heiminn og ógna íslömskum gildum. 

Qutb sótti háskóla í Bandaríkjunum frá 1948 til 1950 og í ljósi þeirra hörmunga sem áttu eftir að fylgja áratugina á eftir er það sennilega einhver afdrifaríkasta ferð skiptinema fyrr og síðar. Qutb sagði seinna að sér hafi orðið líkamlega óglatt þegar hann barði augum hina vestrænu úrkynjun sem blasti við í háskólalífinu og hvert sem líta mátti í Bandaríkjunum. 

Stúlkur í stuttum pilsum, daðrandi við stráka og dansandi á tónleikum fannst honum sérstaklega erfitt að umbera, svo …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár