Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Eru endalok al Kaída að nálgast?

Aym­an al-Zawahiri, sem var bæði lærifað­ir og arftaki Osama bin Laden sem leið­togi al Kaída, féll í dróna-árás í Kabúl á dög­un­um. Árás­in vek­ur fjölda spurn­inga um stöðu og fram­tíð sam­tak­anna, sem hafa mátt muna fíf­il sinn feg­urri. Marg­ir sér­fræð­ing­ar telja að al Kaída sé í raun ekki leng­ur til.

Eru endalok al Kaída að nálgast?
Osama bin Laden og Ayman al-Zawahiri. Mynd: Wikimedia Commons

Upphaf íslamskra hryðjuverkasveita, eins og við þekkjum þær í dag, má að miklu leyti rekja til eins manns: Sayyid Qutb. Hann fæddist í Egyptalandi árið 1906 og átti eftir að leggja grunninn að þeirri hugmyndafræði sem herskáir íslamistar um allan heim aðhyllast í dag. Fyrir vikið er hann oft kallaður „faðir Jíhadsins“ en í skrifum sínum fordæmdi hann vestræna menningu sem úrkynjun sem væri að breiðast um heiminn og ógna íslömskum gildum. 

Qutb sótti háskóla í Bandaríkjunum frá 1948 til 1950 og í ljósi þeirra hörmunga sem áttu eftir að fylgja áratugina á eftir er það sennilega einhver afdrifaríkasta ferð skiptinema fyrr og síðar. Qutb sagði seinna að sér hafi orðið líkamlega óglatt þegar hann barði augum hina vestrænu úrkynjun sem blasti við í háskólalífinu og hvert sem líta mátti í Bandaríkjunum. 

Stúlkur í stuttum pilsum, daðrandi við stráka og dansandi á tónleikum fannst honum sérstaklega erfitt að umbera, svo …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár