Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Eru endalok al Kaída að nálgast?

Aym­an al-Zawahiri, sem var bæði lærifað­ir og arftaki Osama bin Laden sem leið­togi al Kaída, féll í dróna-árás í Kabúl á dög­un­um. Árás­in vek­ur fjölda spurn­inga um stöðu og fram­tíð sam­tak­anna, sem hafa mátt muna fíf­il sinn feg­urri. Marg­ir sér­fræð­ing­ar telja að al Kaída sé í raun ekki leng­ur til.

Eru endalok al Kaída að nálgast?
Osama bin Laden og Ayman al-Zawahiri. Mynd: Wikimedia Commons

Upphaf íslamskra hryðjuverkasveita, eins og við þekkjum þær í dag, má að miklu leyti rekja til eins manns: Sayyid Qutb. Hann fæddist í Egyptalandi árið 1906 og átti eftir að leggja grunninn að þeirri hugmyndafræði sem herskáir íslamistar um allan heim aðhyllast í dag. Fyrir vikið er hann oft kallaður „faðir Jíhadsins“ en í skrifum sínum fordæmdi hann vestræna menningu sem úrkynjun sem væri að breiðast um heiminn og ógna íslömskum gildum. 

Qutb sótti háskóla í Bandaríkjunum frá 1948 til 1950 og í ljósi þeirra hörmunga sem áttu eftir að fylgja áratugina á eftir er það sennilega einhver afdrifaríkasta ferð skiptinema fyrr og síðar. Qutb sagði seinna að sér hafi orðið líkamlega óglatt þegar hann barði augum hina vestrænu úrkynjun sem blasti við í háskólalífinu og hvert sem líta mátti í Bandaríkjunum. 

Stúlkur í stuttum pilsum, daðrandi við stráka og dansandi á tónleikum fannst honum sérstaklega erfitt að umbera, svo …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár