Eru endalok al Kaída að nálgast?

Aym­an al-Zawahiri, sem var bæði lærifað­ir og arftaki Osama bin Laden sem leið­togi al Kaída, féll í dróna-árás í Kabúl á dög­un­um. Árás­in vek­ur fjölda spurn­inga um stöðu og fram­tíð sam­tak­anna, sem hafa mátt muna fíf­il sinn feg­urri. Marg­ir sér­fræð­ing­ar telja að al Kaída sé í raun ekki leng­ur til.

Eru endalok al Kaída að nálgast?
Osama bin Laden og Ayman al-Zawahiri. Mynd: Wikimedia Commons

Upphaf íslamskra hryðjuverkasveita, eins og við þekkjum þær í dag, má að miklu leyti rekja til eins manns: Sayyid Qutb. Hann fæddist í Egyptalandi árið 1906 og átti eftir að leggja grunninn að þeirri hugmyndafræði sem herskáir íslamistar um allan heim aðhyllast í dag. Fyrir vikið er hann oft kallaður „faðir Jíhadsins“ en í skrifum sínum fordæmdi hann vestræna menningu sem úrkynjun sem væri að breiðast um heiminn og ógna íslömskum gildum. 

Qutb sótti háskóla í Bandaríkjunum frá 1948 til 1950 og í ljósi þeirra hörmunga sem áttu eftir að fylgja áratugina á eftir er það sennilega einhver afdrifaríkasta ferð skiptinema fyrr og síðar. Qutb sagði seinna að sér hafi orðið líkamlega óglatt þegar hann barði augum hina vestrænu úrkynjun sem blasti við í háskólalífinu og hvert sem líta mátti í Bandaríkjunum. 

Stúlkur í stuttum pilsum, daðrandi við stráka og dansandi á tónleikum fannst honum sérstaklega erfitt að umbera, svo …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár