Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks

Hild­ur Björns­dótt­ir varði 9,3 millj­ón­um í bar­áttu sína fyr­ir odd­vita­sæti Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyr­ir síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Keppi­naut­ur henn­ar um sæt­ið, Ragn­hild­ur Alda Vil­hjálms­dótt­ir, eyddi 8,8 millj­ón­um. Fram­boð odd­vit­ans skil­aði hagn­aði.

Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Númer eitt og tvö Ragnhildur Alda og Hildur skipuðu annað og fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar. Prófkjörsbaráttan kostaði samtals 18 milljónir króna. Mynd: Davíð Þór

Framboð Hildar Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, skilaði 1,6 milljóna króna hagnaði. Þetta kemur fram í uppgjöri framboðsins sem skilað var til Ríkisendurskoðunar og birtist á föstudag. Samkvæmt uppgjörinu verður hagnaðurinn af framboðinu lagður inn í félagið Frelsisborgin. Helsti keppinautur hennar skilaði líka afgangi en eyddi um hálfri milljón minna.

Mamma með hámarksframlag

Samkvæmt uppgjörinu styrktu 28 einstaklingar og sextán fyrirtæki framboð Hildar um samtals 10,9 milljónir króna. Móðir Hildar styrkti hana um 300 þúsund krónur, sem eru þau mörk sem kalla á að nafn styrkjanda sé gefið upp. Keyptar voru auglýsingar og kynningar fyrir 5,4 milljónir og rekstur kosningaskrifstofu kostaði 3,9 milljónir; samtals 9,3 milljónir.

Jón Skaftason, eiginmaður Hildar er skráður stjórnarformaður Frelsisborgarinnar, samkvæmt fyrirtækjaskrá Skattsins. Auk hans er Hildur sjálf í stjórn félagsins sem og Sandra Hlíf Ocares. Hún gaf kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og sóttist eftir þriðja sæti en hafnaði í því áttunda. 

Helsti samkeppnisaðilinn …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Eru framlög í kosningasjóði frádráttarbær til skatts?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár