„Ég treysti mér ekki til að vinna með fólki sem ég á ekki samleið með í baráttunni,“ segir Drífa Snædal sem hefur sagt af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands. Hún segist ekki treysta sér til að starfa áfram sem forseti vegna samskipta við ýmsa kjörna fulltrúa innan sambandsins og þeirrar blokkamyndunar sem hefur átt sér stað í hreyfingunni. Hún telji hreinlegast að segja af sér nú, áður en farið er af stað í kjaraviðræður, en ekki bíða þar til að kjörtímabili hennar ljúki á þingi ASÍ sem fram fer í október.
Í yfirlýsingu vegna afsagnarinnar nefnir hún stjórn Eflingar, með Sólveigu Önnu Jónsdóttur í forystu, og Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, sérstaklega. „Þegar stjórn Eflingar stóð fyrir hópuppsögn …
Athugasemdir