Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

833. spurningaþraut: Hvað hétu þeir aftur, þessir gömlu tölvuleikir?

833. spurningaþraut: Hvað hétu þeir aftur, þessir gömlu tölvuleikir?

Fyrri aukaspurning:

Hver er hvítklæddi karlinn hér lengst til hægri?

***

Aðalspurningar:

1.  Og í framhaldi af aukaspurningunni: Hvaða ár var myndin tekin?

2.  Carl Jung hét karl einn. Hvað fékkst hann við í lífinu?

3.  Hvaða kona er gjarnan sögð hafa verið beint eða óbeint völd að Trójustríðinu?

4.  Á listum yfir ríkustu konur heims eru enn sem komið er tiltölulega fáar sem teljast hafa byggt eigin fyrirtæki upp frá grunni — og orðið moldríkar á framleiðslunni. Allra ríkustu konurnar hafa flestar erft fyrirtæki sem þær stýra síðan eða komist til áhrifa í fjármálafyrirtækjum. Sara nokkur Blakeley byggði þó þannig eigið fyrirtæki upp úr engu og gerði það að stórveldi á sínu sviði. Fyrirtækið heitir Spanx. Hvað framleiðir það?

5.  Nú er mjög rætt um jarðgöng undir Fjarðarheiði. Hvaða þéttbýlisstað eiga þau göng — ef af verður — að tengja betur við umheiminn?

6.  Hvað er eina ríkið í heiminum sem er kennt við líkamsleifar, ekki endilega manns?

7.  Inn af hvaða firði, flóa, vík eða vogi gengur Steingrímsfjörður?

8.  Hver er lengsta á í Evrópu — sem ekki fellur um Rússland að neinum hluta?

9.  Alvar Aalto var frægur finnskur arkitekt sem teiknaði frægt hús í Reykjavík. Hvaða hús?

10.  Hann fæddist 1797, gerðist tónskáld en vakti litla athygli á sínum tíma. Hann lést aðeins 31 árs úr taugaveiki eða sýfilis. Um miðja 19. öld fór frægð hans að vaxa og nú er hann yfirleitt hafður með á listum yfir 10 mestu tónskáld klassíska tímans. Hvað hét hann?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá einfalda gerð af gömlum og góðum tölvu- og símaleik. Hvað nefnist sá leikur?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  1968. Þarna er að hefjast frægur leikur Vals við portúgalska liðið Benfica á Laugardalsvelli.

2.  Sálfræði, sálgreiningar.

3.  Helena fagra.

4.  Aðhaldsfatnað, leggings, undirföt. Eitthvað af þessu dugar til að fá stig.

5.  Seyðisfjörð.

6.  Fílabeinsströndin.

7.  Húnaflóa.

8.  Dóná.

9.  Norræna húsið.

10.  Schubert.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá Hermann Gunnarsson lengst til hægri.

Skjáskotið á neðri myndinni er úr Snake.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár