Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

829. spurningaþraut: Hvaða ungu stúlku var rænt?

829. spurningaþraut: Hvaða ungu stúlku var rænt?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða dýr er á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurning:

1.  Hvaða þýski leikmaður skoraði eitt eða tvö mörk í fimm fyrstu leikjunum á Evrópumeistaramóti kvenna á dögunum?

2.  En hvað heitir enski leikmaðurinn sem skoraði glæsilegt mark með hælspyrnu í undanúrslitaleik gegn Svíum?

3.  Lewis Hamilton er íþróttamaður rétt eins og hinir ónefndu fótboltamenn sem hér var spurt um. En hvaða íþrótt stundar hann?

4.  Og fyrst við erum stödd í íþróttunum: Bandaríkjamenn eru vanalega sterkastir þjóða í spretthlaupum bæði karla og kvenna, en keppendur frá smáþjóð einni — sem telur innan við þrjár milljónir manna — veita risaveldinu þó ótrúlega harða keppni, og hafa reyndar oft betur. Hvað heitir landið þar sem þessi sprettharða þjóð býr?

5.  Hvað heitir vatnsmesta áin sem fellur í Borgarfjörð vestri?

6.  Tveir eða tvennir fossar eru mestir eða altént frægastir í þeirri ár. Hvað heita þessir fossar? Hafa þarf bæði nöfnin til að fá stig.

7.  Rithöfundur einn heitir George Raymond Richard Martin og skrifar mikla doðranta. Hver er frægasta bók hans?

8.  En hvaða íslenski höfundur skrifaði bækur á borð við Ráðskona óskast í sveit — má hafa með sér barn, Holdið er torvelt að temja, Enginn veit hver annars konu hlýtur, Lokast inni í lyftu og síðast en ekki síst Gefðu þig fram Gabríel?

9.  Hver samdi lagið Hey Jude?

10.  Hvað kallast unga stúlkan sem dr. Martin Brenner tók á barnsaldri frá móður hennar til þess að rannsaka yfirskilvitlega hæfileika stúlkunnar?

***

Seinni aukaspurning:

Konan á myndinni hér að neðan hét Harriet Haalund. Ég segi ykkur það vegna þess að frómt frá sagt er ekki sennilegt að margir þekki hana með nafni. En karlarnir þrír voru töluvert þekktari. Hvað heita þeir? Hafa þarf tvö nöfn rétt til að fá stig, en lárviðarstig fæst fyrir öll þrjú nöfnin rétt.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Popp.

2.  Russo.

3.  Kappakstri.

4.  Jamaica.

5.  Hvítá.

6.  Barnafoss og Hraunfossar. Stigið fæst þó fólk segi Hraunfoss, fremur en Hraunfossar.

7.  Krúnuleikar, Game of Thrones.

8.  Snólaug Bragadóttir.

9.  Paul McCartney.

10.  Eleven, El. Þetta er úr sjónvarpsseríunni Stranger Things.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er hýena.

Á neðri myndinni eru Sigurður Nordal, Harriet, Kristmann Guðmundsson (eiginmaður Harriet) og Gunnar Gunnarsson.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár