Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

829. spurningaþraut: Hvaða ungu stúlku var rænt?

829. spurningaþraut: Hvaða ungu stúlku var rænt?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða dýr er á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurning:

1.  Hvaða þýski leikmaður skoraði eitt eða tvö mörk í fimm fyrstu leikjunum á Evrópumeistaramóti kvenna á dögunum?

2.  En hvað heitir enski leikmaðurinn sem skoraði glæsilegt mark með hælspyrnu í undanúrslitaleik gegn Svíum?

3.  Lewis Hamilton er íþróttamaður rétt eins og hinir ónefndu fótboltamenn sem hér var spurt um. En hvaða íþrótt stundar hann?

4.  Og fyrst við erum stödd í íþróttunum: Bandaríkjamenn eru vanalega sterkastir þjóða í spretthlaupum bæði karla og kvenna, en keppendur frá smáþjóð einni — sem telur innan við þrjár milljónir manna — veita risaveldinu þó ótrúlega harða keppni, og hafa reyndar oft betur. Hvað heitir landið þar sem þessi sprettharða þjóð býr?

5.  Hvað heitir vatnsmesta áin sem fellur í Borgarfjörð vestri?

6.  Tveir eða tvennir fossar eru mestir eða altént frægastir í þeirri ár. Hvað heita þessir fossar? Hafa þarf bæði nöfnin til að fá stig.

7.  Rithöfundur einn heitir George Raymond Richard Martin og skrifar mikla doðranta. Hver er frægasta bók hans?

8.  En hvaða íslenski höfundur skrifaði bækur á borð við Ráðskona óskast í sveit — má hafa með sér barn, Holdið er torvelt að temja, Enginn veit hver annars konu hlýtur, Lokast inni í lyftu og síðast en ekki síst Gefðu þig fram Gabríel?

9.  Hver samdi lagið Hey Jude?

10.  Hvað kallast unga stúlkan sem dr. Martin Brenner tók á barnsaldri frá móður hennar til þess að rannsaka yfirskilvitlega hæfileika stúlkunnar?

***

Seinni aukaspurning:

Konan á myndinni hér að neðan hét Harriet Haalund. Ég segi ykkur það vegna þess að frómt frá sagt er ekki sennilegt að margir þekki hana með nafni. En karlarnir þrír voru töluvert þekktari. Hvað heita þeir? Hafa þarf tvö nöfn rétt til að fá stig, en lárviðarstig fæst fyrir öll þrjú nöfnin rétt.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Popp.

2.  Russo.

3.  Kappakstri.

4.  Jamaica.

5.  Hvítá.

6.  Barnafoss og Hraunfossar. Stigið fæst þó fólk segi Hraunfoss, fremur en Hraunfossar.

7.  Krúnuleikar, Game of Thrones.

8.  Snólaug Bragadóttir.

9.  Paul McCartney.

10.  Eleven, El. Þetta er úr sjónvarpsseríunni Stranger Things.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er hýena.

Á neðri myndinni eru Sigurður Nordal, Harriet, Kristmann Guðmundsson (eiginmaður Harriet) og Gunnar Gunnarsson.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár