Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

828. spurningaþraut: „Ó reiðhjól best, þú rennur utan stans“

828. spurningaþraut: „Ó reiðhjól best, þú rennur utan stans“

Fyrri aukaspurning:

Hvað heita þessi blóm?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða blaði ritstýrir Sigmundur Ernir Rúnarsson um þessar mundir?

2.  Hvaða land hefur oftast tapað úrslitaleik á HM karla í fótbolta, eða fjórum sinnum?

3.  Um hvaða höfuðborg fellur áin Thames?

4.  Í hvaða borg býr Andrés Önd?

5.  Í kosningum 2009 komst Borgarahreyfingin á þing. Þingmennirnir voru fjórir, en einn þeirra sagði fljótlega skilið við hina þrjá og gekk í VG. Hvaða þingmaður var það?

6.  En hvað hétu hinir þingmennirnir þrír sem urðu eftir og nefndu samtök sín síðan Hreyfinguna? Hér þarf að nefna tvo af þremur til að fá stig.

7.  Í hvaða borg er Empire State Building?

8.  „Ó reiðhjól best, þú rennur utan stans / jafn rennilegt að aftan sem að framan. / Þú varst stolt hins þýska verkamanns / sem þreyttum höndum skrúfaði þig saman.“ Af hvaða tegund var þetta reiðhjól?

9.  Og hver skyldi hafa ort þennan haganlega brag til heiðurs reiðhjólinu sínu frá æskudögum?

10.  Þótt höfundar Íslendingasagna séu óþekktir hefur fólk gjarnan skemmt sér við að giska á höfunda þeirra. Oftast eru karlmenn nefndir til sögu, en eina sögu hefur fólk stundum giskað á að kona kunni að hafa skrifað, þótt nafn hennar þekki þá enginn. Hvaða saga er það?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni? Eftirnafn dugar.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Fréttablaðinu.

2.  Þjóðverjar / Vestur-Þjóðverjar.

3.  London.

4.  Andabæ.

5.  Þráinn Bertelsson.

6.  Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Þór Saari.

7.  New York.

8.  Möve.

9.  Þórarinn Eldjárn orti Mövekvæði. Þokkabót flutti á plötunni Bætiflákum lag Magnúsar R. Einarssonar við ljóðið, sjá 4.20 hér á Youtube:

10.  Laxdæla.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er fagurfífill. Ég ætla að gefa rétt líka fyrir baldursbrá, því það blóm lítur nánast alveg eins út.

Á neðri myndinni er Winnie Mandela baráttukona í Suður-Afríku.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár