Það er spenna í samskiptum Bandaríkjanna og Kína þessa dagana. Bandaríkin safna liði. Mér vitanlega hefur Kína hvorki fordæmt innrás Rússlands í Úkraínu né heldur lýst yfir stuðningi við hana, en Kína og Rússland hafa þjappað sér saman undir þrýstingi Vesturlanda og bæði ríkin eru á móti frekari stækkun NATO til austurs. Bandaríkin einbeita sér nú að átökum Rússlands og Úkraínu þó helsta ógnin við veldi Bandaríkjanna sé Kína, ekki Rússland. Vesturlönd eru háð Kína í utanríkisviðskiptum og Kína má þakka Bretton Woods-stofnunum, Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem Bandaríkin höfðu forystu í að setja á fót, fyrir aðstoðina við að breyta Kína í markaðshagkerfi og í það stórveldi sem Vesturlönd óttast nú. „Let China Sleep, for when she wakes, she will shake the world“, sagði Napóleon Bonaparte. Kína vaknaði, tók upp markaðshagkerfi og umfangsmikil utanríkisviðskipti, en sleppti lýðræðinu.
Líta má á Kína sem leiðandi afl innan BRICS hópsins svokallaða, sem …
Athugasemdir (2)