Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fyrirtækjum fjölgar en tekjur ríkisins lækka

Inn­an við þriðj­ung­ur fyr­ir­tækja greið­ir tekju­skatt, helm­ing­ur greið­ir ekki laun og litlu færri greiða hvorki trygg­inga­gjald né tekju­skatt. Á sama tíma og hluta­fé­lög­um fjölg­ar skil­a þau minni tekj­um í rík­is­sjóð. Þetta er nið­ur­staða meist­ar­a­rann­sókn­ar Sig­urð­ar Jens­son­ar, sem starf­að hef­ur við skatteft­ir­lit í árarað­ir. Vís­bend­ing­ar eru um að hluta­fé­laga­formið sé of­not­að, að menn séu að koma fyr­ir eign­um sem alla jafna ættu að vera á þeirra per­sónu­legu skatt­fram­töl­um, í því skyni að spara sér skatt­greiðsl­ur.

Fyrirtækjum fjölgar en tekjur ríkisins lækka

„Þetta snýst eðlilega um það að átta sig á hverju þessir rekstraraðilar eru í rauninni að skila til samfélagsins og það kom mér mest á óvart að sjá  hversu stórt hlutfall er ekki að greiða neinn tekjuskatt eða tryggingagjald,“ segir Sigurður Jensson um meistararannsókn sína í verkefnastjórnun, sem hann vann og skilaði nú í byrjun sumars. Málaflokkurinn er Sigurði vel kunnur, enda hefur hann starfað við skattaeftirlit í fjölda ára, fyrst hjá Ríkisskattstjóra en síðustu ár við embætti Skattrannsóknarstjóra.

„Ég hef svolítið verið að bíða eftir því að háskólasamfélagið taki þetta meira til skoðunar en þar er voða lítið verið að rýna í eða rannsaka þessa þætti og vonandi verður þetta til að vekja áhuga fleiri á þessu,“ segir Sigurður í samtali við Stundina aðspurður um rannsókn sína.

Hokinn af reynsluSigurður Jensson hefur yfir tveggja áratuga reynslu af skatteftirliti og rannsóknum, hjá Ríkisskattstjóra við eftirlit og við rannsóknir stærri …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnúsdóttir skrifaði
    Allt veltur á peningum hér í Heimi það eina sem stýrir hreyfiaflinu í lífi hverrar manneskju er einmitt það PENINGAR OG AFTUR PENI GAR
    0
  • Óskar Guðmundsson skrifaði
    Það er ekkert nýtt að svarta hagkerfið stækki enda allir tilbúnir að taka þátt og enginn segir frá.
    Margt þessara gúmmífyrirtækja er farið að minna meira á mafíustarfsemi en eðlilegan rekstur
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár