„Þetta snýst eðlilega um það að átta sig á hverju þessir rekstraraðilar eru í rauninni að skila til samfélagsins og það kom mér mest á óvart að sjá hversu stórt hlutfall er ekki að greiða neinn tekjuskatt eða tryggingagjald,“ segir Sigurður Jensson um meistararannsókn sína í verkefnastjórnun, sem hann vann og skilaði nú í byrjun sumars. Málaflokkurinn er Sigurði vel kunnur, enda hefur hann starfað við skattaeftirlit í fjölda ára, fyrst hjá Ríkisskattstjóra en síðustu ár við embætti Skattrannsóknarstjóra.
„Ég hef svolítið verið að bíða eftir því að háskólasamfélagið taki þetta meira til skoðunar en þar er voða lítið verið að rýna í eða rannsaka þessa þætti og vonandi verður þetta til að vekja áhuga fleiri á þessu,“ segir Sigurður í samtali við Stundina aðspurður um rannsókn sína.
Margt þessara gúmmífyrirtækja er farið að minna meira á mafíustarfsemi en eðlilegan rekstur